Omar Sharif fannst afslappandi að spila við vörubílstjóra og sjómenn á Íslandi Heimir Már Pétursson. skrifar 10. júlí 2015 20:31 Egypski stórleikarinn og sjarmurinn Omar Sharif lést í Kairo í dag áttatíu og þriggja ára að aldri. Hann varð frægastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum Arabíu Lawrence og Doktor Sivago. Kvikmyndaferill Omar Sharif hófst árið 1954 en eftir það lék hann í yfir sjötíu kvikmyndum og fjölmörgum sjónvarpsþáttum og seríum. En síðasta kvikmynd hans var Rock the Casbah árið 2013. Sharif skaut fyrst verulega upp á stjörnuhimininn fyrir hlutverk sitt í Arabíu Lawrence árið 1962 og aðalhlutverkið í Dr. Zivago árið 1965. Fyrir utan glæsilegan kvikmyndaferil var Zharif ástríðufullur bridge spilari og í hópi bestu samningsbundinna spilara heims um langt skeið. Hann kom tvívegis til Íslands til að spila árin 1991 og 1993 og ræddi við Hall Hallsson fréttamann í fyrra skiptið á Flugleiðamótinu í bridge. Hann hafði á orði að það væri heimilislegra að spila við trukkabílstjóra, bændur og sjómenn á Íslandi en oft á tíðum þurra og alvarlega atvinnuspilara. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað og mig langaði til að sjá Ísland og svo kom ég vegna bridgemótsins. Mér líkar vel að vera hérna, hér er allt mjög hreint. Ég bý í París og þar er mikil spenna. Hér líður mér vel og það er meiri ró yfir mér hérna,” sagði Sharif í Reykjavík árið 1991. Óhætt er að segja að Sharif sé einn af stórstjörnum kvikmyndanna og hann þótti alla tíð mikill heimsborgari og sjarmatröll. Þrátt fyrir leik í miklum fjölda gæðakvikmynda hlaut hann aldrei Óskarsverðlaunin en var tilnefndur til þeirra fyrir túlkun sína á Alí fógeta í Arabíu Lawrence árið 1962. Hann var heiðraður fyrir ævistörf sín á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2003. Í maí á þessu ári var greint frá því að Sharif þjáðist af Alzheimer sjúkdómnum. Hann lést síðan á sjúkrahúsi í Kaíro í dag og var banamein hans hjartaáfall. Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Egypski stórleikarinn og sjarmurinn Omar Sharif lést í Kairo í dag áttatíu og þriggja ára að aldri. Hann varð frægastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum Arabíu Lawrence og Doktor Sivago. Kvikmyndaferill Omar Sharif hófst árið 1954 en eftir það lék hann í yfir sjötíu kvikmyndum og fjölmörgum sjónvarpsþáttum og seríum. En síðasta kvikmynd hans var Rock the Casbah árið 2013. Sharif skaut fyrst verulega upp á stjörnuhimininn fyrir hlutverk sitt í Arabíu Lawrence árið 1962 og aðalhlutverkið í Dr. Zivago árið 1965. Fyrir utan glæsilegan kvikmyndaferil var Zharif ástríðufullur bridge spilari og í hópi bestu samningsbundinna spilara heims um langt skeið. Hann kom tvívegis til Íslands til að spila árin 1991 og 1993 og ræddi við Hall Hallsson fréttamann í fyrra skiptið á Flugleiðamótinu í bridge. Hann hafði á orði að það væri heimilislegra að spila við trukkabílstjóra, bændur og sjómenn á Íslandi en oft á tíðum þurra og alvarlega atvinnuspilara. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað og mig langaði til að sjá Ísland og svo kom ég vegna bridgemótsins. Mér líkar vel að vera hérna, hér er allt mjög hreint. Ég bý í París og þar er mikil spenna. Hér líður mér vel og það er meiri ró yfir mér hérna,” sagði Sharif í Reykjavík árið 1991. Óhætt er að segja að Sharif sé einn af stórstjörnum kvikmyndanna og hann þótti alla tíð mikill heimsborgari og sjarmatröll. Þrátt fyrir leik í miklum fjölda gæðakvikmynda hlaut hann aldrei Óskarsverðlaunin en var tilnefndur til þeirra fyrir túlkun sína á Alí fógeta í Arabíu Lawrence árið 1962. Hann var heiðraður fyrir ævistörf sín á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2003. Í maí á þessu ári var greint frá því að Sharif þjáðist af Alzheimer sjúkdómnum. Hann lést síðan á sjúkrahúsi í Kaíro í dag og var banamein hans hjartaáfall.
Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira