Allskonar kartöflusalöt sigga dögg skrifar 20. júlí 2015 15:00 Kartöflusalat að hætti vefsins Vinotek.is Vísir/Skjáskot Gamla góða kartöflusalatið klikkar seint með sínu majónesi, eggi, súru gúrkum og fleiru en það má gera meira úr kartöflusalatinu og vera frumlegur í þessum algenga og vinsæla hliðarrétti, jafnvel gera að aðalrétti. Það má setja kartöflur saman við pestó, grillaða papriku eða jafnvel lárperu, möguleikarnir eru endalausir. Hér er spennandi kartöflusalat með beikoni sem er kjörið að prófa ekki seinna en í kvöld. Uppskriftin er fengin af vefsíðunni Vinotek.is.Kartöflusalat með beikoni Það slær fátt við góðu kartöflusalati og þegar þetta kom á borðið sagði heimasætan, sem yfirleitt er nú spör á hrósið, “þetta er geggjað kartöflusalat”. Galdurinn á bak við salatið er beikonið og að hræra dressinguna saman á sömu pönnu og beikonið er steikt á.Innihald: 800 g kartöflur 1 sellerístöngull, skorinn í litla bita 1 lítil rauð paprika, skorin í teninga 1 rauðlaukur, saxaður 1 lúka fínsöxuð steinselja, helst flatlaufa 2-3 egg, harðsoðin og skorin í bita 75 g beikon 1 dós sýrður rjómi (18%) 2 msk majonnes 2 msk Dijon sinnep 1 tsk paprika salt og pipar Sjóðið kartöflurnar. Kælið, flysjið og skerið í bita. Skerið beikon í bita og hitið á pönnu í smá olíu þar til að það verður stökkt. Takið þá beikonið af pönnunni og geymið. Skiljið feitina sem hefur runnið af beikoninu eftir á pönnunni. Pískið sýrða rjómann, majonnes og sinnep saman við. Kryddið með papriku. Bragðið til með salti og pipar. Blandið kartöflum, sellerí, papriku, lauk og steinselju saman í skál. Hrærið dressingunni saman við. Hrærið beikoninu og eggjunum saman við. Kælið í ísskáp í a.m.k. 1-2 klukkustundir áður en borið er fram. Grillréttir Grænmetisréttir Kartöflusalat Salat Uppskriftir Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Gamla góða kartöflusalatið klikkar seint með sínu majónesi, eggi, súru gúrkum og fleiru en það má gera meira úr kartöflusalatinu og vera frumlegur í þessum algenga og vinsæla hliðarrétti, jafnvel gera að aðalrétti. Það má setja kartöflur saman við pestó, grillaða papriku eða jafnvel lárperu, möguleikarnir eru endalausir. Hér er spennandi kartöflusalat með beikoni sem er kjörið að prófa ekki seinna en í kvöld. Uppskriftin er fengin af vefsíðunni Vinotek.is.Kartöflusalat með beikoni Það slær fátt við góðu kartöflusalati og þegar þetta kom á borðið sagði heimasætan, sem yfirleitt er nú spör á hrósið, “þetta er geggjað kartöflusalat”. Galdurinn á bak við salatið er beikonið og að hræra dressinguna saman á sömu pönnu og beikonið er steikt á.Innihald: 800 g kartöflur 1 sellerístöngull, skorinn í litla bita 1 lítil rauð paprika, skorin í teninga 1 rauðlaukur, saxaður 1 lúka fínsöxuð steinselja, helst flatlaufa 2-3 egg, harðsoðin og skorin í bita 75 g beikon 1 dós sýrður rjómi (18%) 2 msk majonnes 2 msk Dijon sinnep 1 tsk paprika salt og pipar Sjóðið kartöflurnar. Kælið, flysjið og skerið í bita. Skerið beikon í bita og hitið á pönnu í smá olíu þar til að það verður stökkt. Takið þá beikonið af pönnunni og geymið. Skiljið feitina sem hefur runnið af beikoninu eftir á pönnunni. Pískið sýrða rjómann, majonnes og sinnep saman við. Kryddið með papriku. Bragðið til með salti og pipar. Blandið kartöflum, sellerí, papriku, lauk og steinselju saman í skál. Hrærið dressingunni saman við. Hrærið beikoninu og eggjunum saman við. Kælið í ísskáp í a.m.k. 1-2 klukkustundir áður en borið er fram.
Grillréttir Grænmetisréttir Kartöflusalat Salat Uppskriftir Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira