Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinsælustu myndunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júlí 2015 12:31 Baltasar Kormákur, kvikmyndaleikstjóri. mynd/universal Leikstjórinn Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinælustu íslensku kvikmyndunum í fullri lengd sem frumsýndar voru á árunum 1996-2013. Friðrik Þór Friðriksson á þó vinsælustu myndina, Engla alheimsins, en alls sáu hana rúmlega 83.000 manns þegar myndin var sýnd árið 2000. Næstvinsælasta myndin er Mýrin eftir Baltasar Kormák, sem frumsýnd var 2006, en rúmlega 81.000 manns sáu hana. Aðrar myndir Baltasars á listanum eru Hafið (6. sæti), Brúðguminn (7. sæti) og Djúpið (8. sæti). Bjarnfreðarson eftir Ragnar Bragason er þriðja vinælasta myndin, Svartur á leik í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar er í fjórða, Djöflaeyjan eftir Friðrik Þór í því fimmta, í níunda sæti er svo Astrópía eftir Gunnar B. Guðmundsson og Algjör sveppi og dularfulla hótelherbergið eftir Braga Þór Hinriksson er í 10. sæti. Frétt um listinn er að finna á vef Hagstofunnar. Þar kemur fram að á tímabilinu 1996-2013 hafi verið frumsýndar 87 íslenskar leiknar kvikmyndir í fullri lengd. Helmingur þeirra fékk innan við 10.000 sýningargesti en gestafjöldi að meðaltali á mynd var rúmlega 17.000 manns. Alls var aðsóknin á allar myndirnar 87 1.511.483 gestir. Listann í heild sinni má síðan nálgast á vefnum Klapptré. Hér að neðan má sjá eitt þekktasta atriðið úr vinsælustu myndinni, Englum alheimsins. Tengdar fréttir Baltasar Kormákur: „Kominn tími til að huga betur að konunni og börnunum” Verðlaunin komu honum í opna skjöldu að eigin sögn, en hann var á dögunum krýndur kvikmyndagerðarmaður ársins á alþjóðlegri samkomu. 22. apríl 2015 08:00 Ófærð verður sýnd á BBC Mikil leynd hvíldi yfir söguþræðinum á meðan tökum stóð. 28. apríl 2015 16:18 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikstjórinn Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinælustu íslensku kvikmyndunum í fullri lengd sem frumsýndar voru á árunum 1996-2013. Friðrik Þór Friðriksson á þó vinsælustu myndina, Engla alheimsins, en alls sáu hana rúmlega 83.000 manns þegar myndin var sýnd árið 2000. Næstvinsælasta myndin er Mýrin eftir Baltasar Kormák, sem frumsýnd var 2006, en rúmlega 81.000 manns sáu hana. Aðrar myndir Baltasars á listanum eru Hafið (6. sæti), Brúðguminn (7. sæti) og Djúpið (8. sæti). Bjarnfreðarson eftir Ragnar Bragason er þriðja vinælasta myndin, Svartur á leik í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar er í fjórða, Djöflaeyjan eftir Friðrik Þór í því fimmta, í níunda sæti er svo Astrópía eftir Gunnar B. Guðmundsson og Algjör sveppi og dularfulla hótelherbergið eftir Braga Þór Hinriksson er í 10. sæti. Frétt um listinn er að finna á vef Hagstofunnar. Þar kemur fram að á tímabilinu 1996-2013 hafi verið frumsýndar 87 íslenskar leiknar kvikmyndir í fullri lengd. Helmingur þeirra fékk innan við 10.000 sýningargesti en gestafjöldi að meðaltali á mynd var rúmlega 17.000 manns. Alls var aðsóknin á allar myndirnar 87 1.511.483 gestir. Listann í heild sinni má síðan nálgast á vefnum Klapptré. Hér að neðan má sjá eitt þekktasta atriðið úr vinsælustu myndinni, Englum alheimsins.
Tengdar fréttir Baltasar Kormákur: „Kominn tími til að huga betur að konunni og börnunum” Verðlaunin komu honum í opna skjöldu að eigin sögn, en hann var á dögunum krýndur kvikmyndagerðarmaður ársins á alþjóðlegri samkomu. 22. apríl 2015 08:00 Ófærð verður sýnd á BBC Mikil leynd hvíldi yfir söguþræðinum á meðan tökum stóð. 28. apríl 2015 16:18 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Baltasar Kormákur: „Kominn tími til að huga betur að konunni og börnunum” Verðlaunin komu honum í opna skjöldu að eigin sögn, en hann var á dögunum krýndur kvikmyndagerðarmaður ársins á alþjóðlegri samkomu. 22. apríl 2015 08:00
Ófærð verður sýnd á BBC Mikil leynd hvíldi yfir söguþræðinum á meðan tökum stóð. 28. apríl 2015 16:18