Í myndbandinu kennir ýmissa grasa, í bókstaflegri merkingu, því lúpínubreiða leikur þar lykilhlutverk sem leikvöllur þeirra Vignis Rafns Hilmarssonar og Snorra Helgasonar sem fara með aðalhlutverkin.
Leikstjórn og framleiðsla var í höndum Úlfsins Arnars Freys Frostasonar en það var unnið í samstarfi við Baldvin Vernharðsson og Sigurð Eyþórsson
Þá sjást þeir félagar einnig að veiðum við Reykjavíkurhöfn og í margvíslegri annarri útitvist milli þess sem þeir vinna spellvirki á hellum og trjádrumbum úti í guðsgrænni náttúrunni.
Myndbandið má sjá hér að neðan en það kemur út í aðdraganda útgáfutónleika sveitarinnar sem fara fram í Gamla bíó þann 23. júlí næstkomandi.