Mikið vatn en laxinn samt að ganga Karl Lúðvíksson skrifar 1. júlí 2015 11:44 Veitt i Strengjunum í Langá Mynd: www.svfr.is Það er mikið vatn í mörgum ánum á landinu þessa dagana sem gerir veiðina mjög krefjandi enda erfitt að finna laxinn í þeim aðstæðum. Langá á Mýrum er ein af þessum ám sem ekki fer varhluta af mikilli snjóbráð eftir snjóþungan vetur en áin er mjög vatnsmikil þessa dagana og margir hefðbundnir veiðistaðir óveiðanlegir sökum þessa. Það hefur gengið erfiðlega að fá laxinn til að taka í þessu mikla vatni en þrátt fyrir vatnsmagnið er þó jákvætt að áin er ekki lituð og smá saman að færast meiri kraftur í göngurnar. Í gærkvöldi kom til að mynda góð smáganga og var mikið líf í Strengjunum og á Breiðunni. Mikið hvassviðri var á svæðinu í gær svo næstum vonlaust var að veiða ánna með flugunni og voru veiðimenn flestir komnir snemma í hús í gærkvöldi. í morgun voru lúsugir laxar að veiðast á efri hluta miðsvæðisins svo það er greinilega að laxinn sem er að ganga núna fer afar hratt upp ánna. Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Saga stangveiða: Laxaskattur Ólafs Ragnars og félaga Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Hull skotin á sama verði og í fyrra Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði
Það er mikið vatn í mörgum ánum á landinu þessa dagana sem gerir veiðina mjög krefjandi enda erfitt að finna laxinn í þeim aðstæðum. Langá á Mýrum er ein af þessum ám sem ekki fer varhluta af mikilli snjóbráð eftir snjóþungan vetur en áin er mjög vatnsmikil þessa dagana og margir hefðbundnir veiðistaðir óveiðanlegir sökum þessa. Það hefur gengið erfiðlega að fá laxinn til að taka í þessu mikla vatni en þrátt fyrir vatnsmagnið er þó jákvætt að áin er ekki lituð og smá saman að færast meiri kraftur í göngurnar. Í gærkvöldi kom til að mynda góð smáganga og var mikið líf í Strengjunum og á Breiðunni. Mikið hvassviðri var á svæðinu í gær svo næstum vonlaust var að veiða ánna með flugunni og voru veiðimenn flestir komnir snemma í hús í gærkvöldi. í morgun voru lúsugir laxar að veiðast á efri hluta miðsvæðisins svo það er greinilega að laxinn sem er að ganga núna fer afar hratt upp ánna.
Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Saga stangveiða: Laxaskattur Ólafs Ragnars og félaga Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Hull skotin á sama verði og í fyrra Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði