Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Karl Lúðvíksson skrifar 1. júlí 2015 13:00 Þeir sem eru að halda til veiða þessa dagana eru farnir að undirbúa sig undir að veiða árnar í heldur miklu vatni. Þetta á auðvitað ekki við um allar árnar en margar hverjar þeirra eru ansi vatnmiklar eins og Laxá í Kjós, Langá á Mýrum, Norðurá, Vatnsdalsá og Fnjóská, bara svo nokkrar séu nefndar. Það verður oft mikil áskorun í að veiða árnar þegar þær eru vel yfirfullar af vatni en þá þarf oftar en ekki að breyta út af venjunni til að setja í laxinn. Eitt af því sem flestir veiðimenn gera þegar árnar hækka í vatni og renna við það hraðar er að skella sökktaum á flugulínuna eða veiða með sökklínum. Algengara er þó að setja sökktaum á flotlínu svo við skulum aðeins fara í það sem skiptir máli þegar það er gert. Taumlengd undir venjulegum kringumstæðum með flotlínu er um það bil stangarlengd, stundum aðeins meira. Þegar þú notar sökktaum verður að stytta tauminn verulega, nema þú notir þyngdar flugur en þá þarftu samt að stytta hann aðeins. Ef þú ætlar að nota t.d. hefðbundna Rauða Frances #12 með sökkenda þarftu að stytta tauminn alveg niður í ca 30-40 sm. Ástæðan fyrir þessu er að ef taumurinn er of langur er flugan ekki kominn á sambærilegt dýpi og taumurinn þvi hún sekkur mun hægar. Þetta lagar þú með því að stytta tauminn vel. Annað gott ráð þegar hraðara vatn er veitt en það er að kasta aðeins meira upp fyrir þig og menda línuna mjög vel á meðan flugan rennur yfir hylinn og ekki draga neitt inn. Hraðinn á ánni sér alveg um að hreyfa fluguna fallega yfir hylinn, taumurinn um að koma henni niður og þá er það bara Guð og gæfan sem þarf að koma fiskinum til að taka. Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði
Þeir sem eru að halda til veiða þessa dagana eru farnir að undirbúa sig undir að veiða árnar í heldur miklu vatni. Þetta á auðvitað ekki við um allar árnar en margar hverjar þeirra eru ansi vatnmiklar eins og Laxá í Kjós, Langá á Mýrum, Norðurá, Vatnsdalsá og Fnjóská, bara svo nokkrar séu nefndar. Það verður oft mikil áskorun í að veiða árnar þegar þær eru vel yfirfullar af vatni en þá þarf oftar en ekki að breyta út af venjunni til að setja í laxinn. Eitt af því sem flestir veiðimenn gera þegar árnar hækka í vatni og renna við það hraðar er að skella sökktaum á flugulínuna eða veiða með sökklínum. Algengara er þó að setja sökktaum á flotlínu svo við skulum aðeins fara í það sem skiptir máli þegar það er gert. Taumlengd undir venjulegum kringumstæðum með flotlínu er um það bil stangarlengd, stundum aðeins meira. Þegar þú notar sökktaum verður að stytta tauminn verulega, nema þú notir þyngdar flugur en þá þarftu samt að stytta hann aðeins. Ef þú ætlar að nota t.d. hefðbundna Rauða Frances #12 með sökkenda þarftu að stytta tauminn alveg niður í ca 30-40 sm. Ástæðan fyrir þessu er að ef taumurinn er of langur er flugan ekki kominn á sambærilegt dýpi og taumurinn þvi hún sekkur mun hægar. Þetta lagar þú með því að stytta tauminn vel. Annað gott ráð þegar hraðara vatn er veitt en það er að kasta aðeins meira upp fyrir þig og menda línuna mjög vel á meðan flugan rennur yfir hylinn og ekki draga neitt inn. Hraðinn á ánni sér alveg um að hreyfa fluguna fallega yfir hylinn, taumurinn um að koma henni niður og þá er það bara Guð og gæfan sem þarf að koma fiskinum til að taka.
Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði