Prýðileg opnun í Laxá í Dölum Karl Lúðvíksson skrifar 1. júlí 2015 14:00 Flottur lax úr opnun Laxár í Dölum Opnunarhollið í Laxá í Dölum lauk veiðum í gær og náðust fimm laxar á land sem telst prýðilegt í ánni. Laxá í Dölum er yfirleitt meiri síðsumará og blómstrar yfirleitt þegar halla fer á júlí. Það komu fimm laxar á þessum fyrstu dögum veiðinnar, fjórir stórlaxar og einn smálax. Í ljósi þess að Laxá tels til síðsumarsáa þá eru menn mjög sáttir með þessa byrjun, en veitt er á fjórar stangir út júlímánuð. Laxarnir veiddust í Neðri-Kistu, Lambastaðakvörn og Sólheimafossi, en gaman er að segja frá því að laxinn í fossinum var grálúsugur. Það er því ljóst að lax er genginn fram ána. "Áin er núna í draumavatni og við erum mjög sáttir við þessa opnun. Það eru erlendir veiðimenn sem eru að veiða ánna núna sem veiða bara á þrjár stangir og það verður gaman að sjá hvernig þeim gengur núna á vaxandi straum" sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa í samtali við Veiðivísi. Laxá er nánast uppseld í sumar fyrir utan eitt laust holl í lok ágúst sem er frábær tími. Mest lesið 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði
Opnunarhollið í Laxá í Dölum lauk veiðum í gær og náðust fimm laxar á land sem telst prýðilegt í ánni. Laxá í Dölum er yfirleitt meiri síðsumará og blómstrar yfirleitt þegar halla fer á júlí. Það komu fimm laxar á þessum fyrstu dögum veiðinnar, fjórir stórlaxar og einn smálax. Í ljósi þess að Laxá tels til síðsumarsáa þá eru menn mjög sáttir með þessa byrjun, en veitt er á fjórar stangir út júlímánuð. Laxarnir veiddust í Neðri-Kistu, Lambastaðakvörn og Sólheimafossi, en gaman er að segja frá því að laxinn í fossinum var grálúsugur. Það er því ljóst að lax er genginn fram ána. "Áin er núna í draumavatni og við erum mjög sáttir við þessa opnun. Það eru erlendir veiðimenn sem eru að veiða ánna núna sem veiða bara á þrjár stangir og það verður gaman að sjá hvernig þeim gengur núna á vaxandi straum" sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa í samtali við Veiðivísi. Laxá er nánast uppseld í sumar fyrir utan eitt laust holl í lok ágúst sem er frábær tími.
Mest lesið 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði