Íslenskur spunahópur hitaði upp fyrir Amy Poehler Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júlí 2015 14:54 Spéhræðsla plagar ekki spunahópinn The Entire Population of Iceland. Leikhópurinn The Entire Population of Iceland frá Improv Ísland er nýkominn úr leikferð til New York þar sem þau sýndu á Del Close spuna-maraþoninu. Á maraþoninu voru sýndar sýningar í 9 leikhúsum í NY í 72 klukkutíma samfleytt. Hópurinn vakti mikla athygli með sýningunni sinni The Improvised Saga, þar sem þau spunnu meðal annars kór-lag í fimmundarsöng. Sýningin þeirra var á besta stað í dagskrá maraþonsins, í aðal-leikhúsinu og þurftu áhorfendur að bíða í nokkra klukkutíma til að komast inn. Eftir sýninguna voru íslensku spunaleikararnir margoft stoppaðir út á götum NY-borgar af fólki sem hafði setið í troðfullum salnum.Mikill áhugi var á sýningunum í New York.Meðal þeirra sem sýndu beint á eftir hópnum á hátíðinni voru Amy Poehler (einn stofnandi UCB), Ellie Kemper, höfundar Inside Amy Schumer, Broad City, 30 rock og fleiri af helstu grínistum Bandaríkjanna. Hópurinn notaði tækifærið og fékk nokkra af færustu spunaleikurum NY til að þjálfa sig á meðan á dvölinni úti stóð og stefna á að flytja inn marga af þeim til Íslands á næstu misserum. Flestir úr hópnum eru nú komnir heim til Íslands eftir viðburðaríka viku, en spunaleikkonurnar Blær og Steiney (sem eru einnig meðlimir Reykjavíkurdætra) eru ennþá í NY þar sem þeim hefur verið boðið að taka þátt í Hip Hop spunasýningu UCB-leikhússins þar sem margir af þekktustu röppurum Bandaríkjanna, eins og RZA úr Wu Tang Clan, hafa komið fram. Það verður ekki í fyrsta sinn sem þær rappa á sviði NY en þeim var boðið að koma fram á tónleikum með eiganda hins sögufræga grín-klúbbs Comedy Cellar í síðustu viku. Improv Ísland verður með maraþon-sýningu á menningarnótt í ágúst og vikuleg fjölbreytt spuna-grínkvöld í Þjóðleikhúskjallaranum í febrúar á næsta ári.Hér má sjá The Entire Population of Iceland í miðjum klíðum. Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Leikhópurinn The Entire Population of Iceland frá Improv Ísland er nýkominn úr leikferð til New York þar sem þau sýndu á Del Close spuna-maraþoninu. Á maraþoninu voru sýndar sýningar í 9 leikhúsum í NY í 72 klukkutíma samfleytt. Hópurinn vakti mikla athygli með sýningunni sinni The Improvised Saga, þar sem þau spunnu meðal annars kór-lag í fimmundarsöng. Sýningin þeirra var á besta stað í dagskrá maraþonsins, í aðal-leikhúsinu og þurftu áhorfendur að bíða í nokkra klukkutíma til að komast inn. Eftir sýninguna voru íslensku spunaleikararnir margoft stoppaðir út á götum NY-borgar af fólki sem hafði setið í troðfullum salnum.Mikill áhugi var á sýningunum í New York.Meðal þeirra sem sýndu beint á eftir hópnum á hátíðinni voru Amy Poehler (einn stofnandi UCB), Ellie Kemper, höfundar Inside Amy Schumer, Broad City, 30 rock og fleiri af helstu grínistum Bandaríkjanna. Hópurinn notaði tækifærið og fékk nokkra af færustu spunaleikurum NY til að þjálfa sig á meðan á dvölinni úti stóð og stefna á að flytja inn marga af þeim til Íslands á næstu misserum. Flestir úr hópnum eru nú komnir heim til Íslands eftir viðburðaríka viku, en spunaleikkonurnar Blær og Steiney (sem eru einnig meðlimir Reykjavíkurdætra) eru ennþá í NY þar sem þeim hefur verið boðið að taka þátt í Hip Hop spunasýningu UCB-leikhússins þar sem margir af þekktustu röppurum Bandaríkjanna, eins og RZA úr Wu Tang Clan, hafa komið fram. Það verður ekki í fyrsta sinn sem þær rappa á sviði NY en þeim var boðið að koma fram á tónleikum með eiganda hins sögufræga grín-klúbbs Comedy Cellar í síðustu viku. Improv Ísland verður með maraþon-sýningu á menningarnótt í ágúst og vikuleg fjölbreytt spuna-grínkvöld í Þjóðleikhúskjallaranum í febrúar á næsta ári.Hér má sjá The Entire Population of Iceland í miðjum klíðum.
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira