Bílasala í Þýskalandi jókst um 13% í júní Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2015 14:30 Volkswagen Golf er söluhæsta bílgerðin í Evrópu. Í flestum stærri landa Evrópu jókst bílasala verulega í síðasta mánuði. Hún jókst um 13% í bílalandinu Þýskalandi, um 14% á Ítalíu, 15% í Frakklandi og heil 24% á Spáni. Hafa skal í huga að í flestum landa álfunnar voru 2 fleiri söludagar í ár en í fyrra. Í Þýskalandi seldust 313.600 bílar og með þessum góða júní-mánuði hefur salan þar á árinu vaxið um 5% og heildarsalan 1,62 milljón bílar. Gott efnahagsástand er nú í Þýskalandi, lítið atvinnuleysi, lágir vextir og mikil einkaneysla. Atvinnuleysi minnkaði níunda mánuðinn í röð. Þrátt fyrir þessa góðu bílasölu það sem af er ári er ekki spáð nema 2% vexti í sölu á árinu öllu og þykir mörgum það æði svartsýn spá. Í maí var salan 7% minni en í fyrra en í maí voru 2 færri söludagar en í fyrra. Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent
Í flestum stærri landa Evrópu jókst bílasala verulega í síðasta mánuði. Hún jókst um 13% í bílalandinu Þýskalandi, um 14% á Ítalíu, 15% í Frakklandi og heil 24% á Spáni. Hafa skal í huga að í flestum landa álfunnar voru 2 fleiri söludagar í ár en í fyrra. Í Þýskalandi seldust 313.600 bílar og með þessum góða júní-mánuði hefur salan þar á árinu vaxið um 5% og heildarsalan 1,62 milljón bílar. Gott efnahagsástand er nú í Þýskalandi, lítið atvinnuleysi, lágir vextir og mikil einkaneysla. Atvinnuleysi minnkaði níunda mánuðinn í röð. Þrátt fyrir þessa góðu bílasölu það sem af er ári er ekki spáð nema 2% vexti í sölu á árinu öllu og þykir mörgum það æði svartsýn spá. Í maí var salan 7% minni en í fyrra en í maí voru 2 færri söludagar en í fyrra.
Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent