Nico Rosberg átti daginn á Silverstone Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. júlí 2015 20:00 Nico Rosberg er maðurinn til að reyna að ógna í tímatökunni á morgun. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Hann rétt marði liðsfélaga sinn Lewis Hamilton á fyrri æfingunni. Rosberg missti af stórum hluta fyrri æfingarinnar vegna bilunar í glussakerfi bilsins. Hamilton var einungis 0,07 á eftir besta tíma Þjóðverjans.Max Verstappen átti góða æfingu á Toro Rosso bílnum og varð þriðji. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði og Carlos Sainz á Toro Rosso varð fimmti.Kimi Raikkonen var snöggur í dag.Vísir/GettyÁ seinni æfingunni varð Hamilton fjórði og tæplega hálfri sekúndu á eftir Rosberg. Raikkonen varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji.Romain Grosjean á Lotus strandaði í mölinni í hinni löngu Luffield beygju. Fernando Alonso á McLaren fór út af brautinni á sama stað en nam ekki staðar. Manor ökumaðurinn Roberto Merhi lenti í vandræðum í sömu beygju. Luffield beygjan er greinilega ein sú erfiðasta á brautinni. Bein útsending frá tímatökunni á Silverstone hefst klukkan 11:50 á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort með öllum helstu upplýsingum. Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Hann rétt marði liðsfélaga sinn Lewis Hamilton á fyrri æfingunni. Rosberg missti af stórum hluta fyrri æfingarinnar vegna bilunar í glussakerfi bilsins. Hamilton var einungis 0,07 á eftir besta tíma Þjóðverjans.Max Verstappen átti góða æfingu á Toro Rosso bílnum og varð þriðji. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði og Carlos Sainz á Toro Rosso varð fimmti.Kimi Raikkonen var snöggur í dag.Vísir/GettyÁ seinni æfingunni varð Hamilton fjórði og tæplega hálfri sekúndu á eftir Rosberg. Raikkonen varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji.Romain Grosjean á Lotus strandaði í mölinni í hinni löngu Luffield beygju. Fernando Alonso á McLaren fór út af brautinni á sama stað en nam ekki staðar. Manor ökumaðurinn Roberto Merhi lenti í vandræðum í sömu beygju. Luffield beygjan er greinilega ein sú erfiðasta á brautinni. Bein útsending frá tímatökunni á Silverstone hefst klukkan 11:50 á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort með öllum helstu upplýsingum.
Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira