Síðasta holl í Norðurá með 137 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2015 12:45 Veiðin í Norðurá er frábær þessa dagana og veiðimenn sem voru að koma úr ánni segja mikið af laxi í henni. Það hefur heldur betur ræst úr hægri byrjun í Norðurá en áin var mjög vatnsmikil framan af sumri sem og göngurnar virtust frekar seint á ferðinni. Einhverjar svartsýnisraddir höfðu áhyggjur af þessu og töldu rólegt sumar framundan en þeim röddum hefur verið eytt eftir veiðitölurnar frá síðasta holli. Hollið landaði 137 löxum og höfðu veiðimenn á orði að þessi tala hefði leikandi getað farið yfir 200 laxa ef tökurnar hefðu ekki verið jafn grannar og þær voru. Einn veiðimaður sem veiddi Laxfoss hvíldan að morgni setti í 14 laxa en náði ekki nema þremur á land og allt á smáar flugur. Svæðið neðan við Laxfoss er að sögn nokkuð vel setið af laxi og góður gangur er á göngum í ánna. Laxinn dvelur þó helst til lengi á neðri svæðunum en teljarinn í Glanna er ekki kominn upp í nema 319 laxa en flestir vilja sjá þessa tölu hærri svo efri svæðin komi almennilega inn. Veiðin á neðri svæðunum er þess mun betri. Norðurá er komin í 469 laxa og bendir allt til þess að hún eigi eftir að fara líklega nærri 1500 löxum í sumar haldi þessi veisla áfram. Mest lesið Mikið líf í Varmá Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Veiðisaga úr Blöndu Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði Lítið eftir af tímabilinu í Tungufljóti Veiði Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Veiði
Veiðin í Norðurá er frábær þessa dagana og veiðimenn sem voru að koma úr ánni segja mikið af laxi í henni. Það hefur heldur betur ræst úr hægri byrjun í Norðurá en áin var mjög vatnsmikil framan af sumri sem og göngurnar virtust frekar seint á ferðinni. Einhverjar svartsýnisraddir höfðu áhyggjur af þessu og töldu rólegt sumar framundan en þeim röddum hefur verið eytt eftir veiðitölurnar frá síðasta holli. Hollið landaði 137 löxum og höfðu veiðimenn á orði að þessi tala hefði leikandi getað farið yfir 200 laxa ef tökurnar hefðu ekki verið jafn grannar og þær voru. Einn veiðimaður sem veiddi Laxfoss hvíldan að morgni setti í 14 laxa en náði ekki nema þremur á land og allt á smáar flugur. Svæðið neðan við Laxfoss er að sögn nokkuð vel setið af laxi og góður gangur er á göngum í ánna. Laxinn dvelur þó helst til lengi á neðri svæðunum en teljarinn í Glanna er ekki kominn upp í nema 319 laxa en flestir vilja sjá þessa tölu hærri svo efri svæðin komi almennilega inn. Veiðin á neðri svæðunum er þess mun betri. Norðurá er komin í 469 laxa og bendir allt til þess að hún eigi eftir að fara líklega nærri 1500 löxum í sumar haldi þessi veisla áfram.
Mest lesið Mikið líf í Varmá Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Veiðisaga úr Blöndu Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði Lítið eftir af tímabilinu í Tungufljóti Veiði Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Veiði