Er James Bond að fara frá Sony? Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2015 12:30 James Bond, útsendari hennar hátignar, mun að öllum líkindum fá sinn síðasta Martini í mynd sem framleidd er af Sony nú í nóvember. Sony Pictures munu mögulega missa réttinn á því að framleiða fleiri myndir eftir að nýjasta myndin um njósnarann, Spectre, kemur út í nóvember. Ljóst er þó að fleiri myndir munu koma út.Hér má sjá tölur yfir tekjur myndanna um njósnarann.Vísir/GraphicNewsSpectre er síðasta myndin um James Bond sem Sony hefur rétt á að framleiða. Samkomulag Sony Pictures og Metro-Goldwyn-Mayer rennur þá út. Myndir Sony hafa notið mikilla vinsælda frá því að Daniel Craig tók við keflinu af Pierce Brosnan árið 2006. Síðustu þrjár myndir hafa halað inn meira en tveimur milljörðum dala í tekjur. Líklegt þykir að öll stærstur framleiðslufyrirtækin muni keppast um réttinn eftir að Spectre kemur út. Tom Rothman, formaður Sony Pictures, segir í samtali við Financial Times að þeim hafi gengið einstaklega vel með James Bond og að þeir muni reyna að halda réttinum. Ljóst væri þó að allir myndu vilja öðlast hann. Þar að auki eru sögusagnir á kreiki í Hollywood að MGM vilji færa öðru fyrirtæki réttinn. MGM vildi ekki tjá sig um málið við FT. Tvö fyrirtæki þykja þó líklegust. Warner Bros og 21st Century Fox. Bíó og sjónvarp Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
James Bond, útsendari hennar hátignar, mun að öllum líkindum fá sinn síðasta Martini í mynd sem framleidd er af Sony nú í nóvember. Sony Pictures munu mögulega missa réttinn á því að framleiða fleiri myndir eftir að nýjasta myndin um njósnarann, Spectre, kemur út í nóvember. Ljóst er þó að fleiri myndir munu koma út.Hér má sjá tölur yfir tekjur myndanna um njósnarann.Vísir/GraphicNewsSpectre er síðasta myndin um James Bond sem Sony hefur rétt á að framleiða. Samkomulag Sony Pictures og Metro-Goldwyn-Mayer rennur þá út. Myndir Sony hafa notið mikilla vinsælda frá því að Daniel Craig tók við keflinu af Pierce Brosnan árið 2006. Síðustu þrjár myndir hafa halað inn meira en tveimur milljörðum dala í tekjur. Líklegt þykir að öll stærstur framleiðslufyrirtækin muni keppast um réttinn eftir að Spectre kemur út. Tom Rothman, formaður Sony Pictures, segir í samtali við Financial Times að þeim hafi gengið einstaklega vel með James Bond og að þeir muni reyna að halda réttinum. Ljóst væri þó að allir myndu vilja öðlast hann. Þar að auki eru sögusagnir á kreiki í Hollywood að MGM vilji færa öðru fyrirtæki réttinn. MGM vildi ekki tjá sig um málið við FT. Tvö fyrirtæki þykja þó líklegust. Warner Bros og 21st Century Fox.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira