Sumarlífið mætti á upphitunarpartí fyrir Þjóðhátíð í Eyjum sem haldið var úti í Viðey á dögunum.
Hreimur, Ingó, DJ Muscleboy og Óli Geir komu fram og Sverrir Bergmann var leynigestur.
Mætingin var frábær enda tókst vel að ná ákveðinni Eyjastemmningu í partíinu sem FM957 stóð fyrir. „Þú ert búinn að fá fólkið í bátsferð, það er sjávarilmur í loftinu. Dass af rigningu en samt logn. Allir að fá sér. Já, þetta er Þjóðhátíðarstemmningin,“ segir Hreimur.
„Ég heyrði að það hefði verið slegist um miðana á þetta. Það voru þeir sem eru Þjóðhátíðarsjúkastir sem fengu miðana. Sem kunna öll lögin og eru algjörir "fanatics",“ segir Ingó, sem mun sjá um brekkusönginn á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð líkt og fyrri ár.
Sumarlífið: Hitað upp fyrir Þjóðhátíð í Viðey
Tengdar fréttir

Sumarlífið: Boraði í nefið á Patch Adams
Sumarlífið leit við í KFUM og KFUK húsið á miðvikudaginn síðastliðinn þar sem Patch Adams var með svokallaða vinnusmiðju á vegum Hugarafls.

Sumarlífið: Girnilegasti götumarkaður Íslands
Sumarlífið kíkti á Krás götumatarmarkaðinn í Fógetagarðinum um síðustu helgi.

Sumarlífið: Wu Tang toppaði Secret Solstice
Wu Tang-Clan lokaði hátíðinni með stæl. Sumarlífið var á staðnum.

Sumarlífið: Gísli Pálmi tryllti lýðinn á útgáfutónleikum
Davíð Arnar Oddgeirsson og Ósk Gunnarsdóttir, umsjónamenn Sumarlífsins, skelltu sér á sjóðheita útgáfutónleika Gísla Pálma í Gamla Bíói á fimmtudagskvöldið.