Þekktustu hönnuðir heims keppast víst við að fá að klæða Caitlyn Jenner.
Caitlyn, sem áður var þekkt sem Bruce Jenner, hefur fengið beiðnir frá þekktustu tískuhönnuðum heims um að klæðast hönnun þeirra þegar hún gengur rauða dregilinn á ESPY verðlaununum í næsta mánuði.
Caitlyn segist helst vilja klæðast rauðu, en henni finnst sá litur henta sínu litarhafti best. Hún hefur líka gefið út að hún ætli ekki að klæðast fatnaði frá hönnuðum sem eru bestu vinir Kris Jenner, fyrrum eiginkonu hennar.
Þá hefur Victoria Beckham látið hafa eftir sér að hún vilji fá Caitlyn til þess að sitja fyrir í næstu auglýsingaherferð fyrir hana.
Fylgstu með Glamour á Facebook og Instagram.
Slegist um að klæða Caitlyn

Tengdar fréttir

Næsta andlit Viva Glam?
Caitlyn Jenner mun mögulega feta í fótspor dætra sinna

Transfólk gerir sínar eigin forsíður
Vanity Fair forsíða Caitlyn Jenner hefur haft mikil og jávæð áhrif.

Kallaðu mig Caitlyn Jenner
Bruce Jenner heyrir sögunni til.