Flugfreyjur hjóla naktar ef þær fá tvö þúsund læk Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júní 2015 11:45 Margrét Björndóttir er lengst til hægri. „Það gengur glimrandi vel, við erum á glæsilegum meðalhraða og hér er geggjuð stemning,“ segir Margrét Björnsdóttir, liðsmaður í WOW Freyjum, en WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin stendur nú yfir og taka 116 lið þátt. Hún var í viðtali í Morgunþættinum á FM957 en fjöldi þátttakenda í ár hefur meira en tvöfaldast frá því í fyrra. Sjá einnig: Bein útsending: WOW Cyclothon 2015 „Veðrið er frábært, það er logn og algjör paradís. Við erum að taka svona korter á mann. Sjálf hef ég ekkert sofið og er að fara leggja mig núna eftir smá stund, sem er ansi vel þegið. Ég fæ 1-2 tíma í svefn, ég er orðin frekar helluð á því.“ Hún segir að undirbúningurinn hafi verið strangur. Stöð 2 Sport og Vísir mun sýna frá og fjalla um Wow Cyclothon hjólreiðakeppni þar sem hjólað er í kringum Ísland og áheitum safnað til styrktar uppbyggingar Batamiðstöðvar á Kleppi. „Við hvetjum alla til þess að styrkja okkur, það er rosalega auðvelt bara með því að senda sms-ið 1118 í númerið 907 1501. Þá ertu að styrkja málefnið um þúsund krónur. Síðan er hægt að fara á síðu keppninnar og leggja beint inn á okkar lið.“ Hún bætir síðan við að lokum: „Mig langar að hvetja fólk til þess að læka síðuna okkar, WOW Freyjur – Cyclothon, við erum komnar með þúsund læk. Ef við náum tvö þúsund lækum þá skulum við hjóla naktar.“Hér má sjá Facebook-síðuna og hvetur Lífið lesendur til þess að like-a síðuna. Í keppninni verður hjólað með boðsveitarformi hringinn í kringum Ísland, um Hvalfjörð og yfir Öxi á innan við 72 tímum. Heilsa Wow Cyclothon Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
„Það gengur glimrandi vel, við erum á glæsilegum meðalhraða og hér er geggjuð stemning,“ segir Margrét Björnsdóttir, liðsmaður í WOW Freyjum, en WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin stendur nú yfir og taka 116 lið þátt. Hún var í viðtali í Morgunþættinum á FM957 en fjöldi þátttakenda í ár hefur meira en tvöfaldast frá því í fyrra. Sjá einnig: Bein útsending: WOW Cyclothon 2015 „Veðrið er frábært, það er logn og algjör paradís. Við erum að taka svona korter á mann. Sjálf hef ég ekkert sofið og er að fara leggja mig núna eftir smá stund, sem er ansi vel þegið. Ég fæ 1-2 tíma í svefn, ég er orðin frekar helluð á því.“ Hún segir að undirbúningurinn hafi verið strangur. Stöð 2 Sport og Vísir mun sýna frá og fjalla um Wow Cyclothon hjólreiðakeppni þar sem hjólað er í kringum Ísland og áheitum safnað til styrktar uppbyggingar Batamiðstöðvar á Kleppi. „Við hvetjum alla til þess að styrkja okkur, það er rosalega auðvelt bara með því að senda sms-ið 1118 í númerið 907 1501. Þá ertu að styrkja málefnið um þúsund krónur. Síðan er hægt að fara á síðu keppninnar og leggja beint inn á okkar lið.“ Hún bætir síðan við að lokum: „Mig langar að hvetja fólk til þess að læka síðuna okkar, WOW Freyjur – Cyclothon, við erum komnar með þúsund læk. Ef við náum tvö þúsund lækum þá skulum við hjóla naktar.“Hér má sjá Facebook-síðuna og hvetur Lífið lesendur til þess að like-a síðuna. Í keppninni verður hjólað með boðsveitarformi hringinn í kringum Ísland, um Hvalfjörð og yfir Öxi á innan við 72 tímum.
Heilsa Wow Cyclothon Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira