CCP vel tekið á E3 Samúel Karl Ólason skrifar 24. júní 2015 22:00 Frá kynningu Sony á E3 þar sem EVE: Valkyrie var sýndur. Mynd/CCP Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP lét sig ekki vanta á E3, einni stærstu tölvuleikjaráðstefnu í heimi og fékk fyrirtækið hinar fínustu móttökur. Á ráðstefnunni, sem haldin var í San Francisco, kynnti CCP nýjasta leik sinn EVE: Valkyrie. Hann mun koma út fyrir Oculus Rift sem og Morpheus sýndarveruleikabúnað SONY fyrir PlayStation 4. EVE: Valkyrie er geimleikur þar sem spilaður er með sýndarveruleikabúnaði. Ráðgert er að hann komi út á fyrsta fjórðungi næsta árs. Hver erlendi miðillinn á fætur öðrum hefur fjallað um leikinn á E3 og virðast þeir allir vera sammála um að hann líti stórvel út. Á vefnum Shacknews segir til dæmis að ef einhver leikur eigi eftir að skilgreina þá sýndarveruleikatíma sem við stefnum á, sé það EVE: Valkyrie. Þar að auki segir blaðamaður ExtremeTech að EVE: Valkyrie hafi sannfært hann um kosti sýndarveruleika. Sömuleiðis segir blaðamaður Gizmodo að EVE: Valkyrie sé fremstur meðal þeirra leikja sem verið er að þróa fyrir sýndarveruleika. Fyrir tæpri viku síðan sagði Wired frá því að greiningaraðilar geri ráð fyrir því að markaðurinn fyrir sýndarveruleika verði orðinn gríðarlega stór strax á næsta ári. Fyrirtæki eins og Facebook, Microsoft og Sony hafa fjárfest miklar upphæðir í þróun tækninnar á síðustu árum. Leikjavísir Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP lét sig ekki vanta á E3, einni stærstu tölvuleikjaráðstefnu í heimi og fékk fyrirtækið hinar fínustu móttökur. Á ráðstefnunni, sem haldin var í San Francisco, kynnti CCP nýjasta leik sinn EVE: Valkyrie. Hann mun koma út fyrir Oculus Rift sem og Morpheus sýndarveruleikabúnað SONY fyrir PlayStation 4. EVE: Valkyrie er geimleikur þar sem spilaður er með sýndarveruleikabúnaði. Ráðgert er að hann komi út á fyrsta fjórðungi næsta árs. Hver erlendi miðillinn á fætur öðrum hefur fjallað um leikinn á E3 og virðast þeir allir vera sammála um að hann líti stórvel út. Á vefnum Shacknews segir til dæmis að ef einhver leikur eigi eftir að skilgreina þá sýndarveruleikatíma sem við stefnum á, sé það EVE: Valkyrie. Þar að auki segir blaðamaður ExtremeTech að EVE: Valkyrie hafi sannfært hann um kosti sýndarveruleika. Sömuleiðis segir blaðamaður Gizmodo að EVE: Valkyrie sé fremstur meðal þeirra leikja sem verið er að þróa fyrir sýndarveruleika. Fyrir tæpri viku síðan sagði Wired frá því að greiningaraðilar geri ráð fyrir því að markaðurinn fyrir sýndarveruleika verði orðinn gríðarlega stór strax á næsta ári. Fyrirtæki eins og Facebook, Microsoft og Sony hafa fjárfest miklar upphæðir í þróun tækninnar á síðustu árum.
Leikjavísir Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira