CCP vel tekið á E3 Samúel Karl Ólason skrifar 24. júní 2015 22:00 Frá kynningu Sony á E3 þar sem EVE: Valkyrie var sýndur. Mynd/CCP Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP lét sig ekki vanta á E3, einni stærstu tölvuleikjaráðstefnu í heimi og fékk fyrirtækið hinar fínustu móttökur. Á ráðstefnunni, sem haldin var í San Francisco, kynnti CCP nýjasta leik sinn EVE: Valkyrie. Hann mun koma út fyrir Oculus Rift sem og Morpheus sýndarveruleikabúnað SONY fyrir PlayStation 4. EVE: Valkyrie er geimleikur þar sem spilaður er með sýndarveruleikabúnaði. Ráðgert er að hann komi út á fyrsta fjórðungi næsta árs. Hver erlendi miðillinn á fætur öðrum hefur fjallað um leikinn á E3 og virðast þeir allir vera sammála um að hann líti stórvel út. Á vefnum Shacknews segir til dæmis að ef einhver leikur eigi eftir að skilgreina þá sýndarveruleikatíma sem við stefnum á, sé það EVE: Valkyrie. Þar að auki segir blaðamaður ExtremeTech að EVE: Valkyrie hafi sannfært hann um kosti sýndarveruleika. Sömuleiðis segir blaðamaður Gizmodo að EVE: Valkyrie sé fremstur meðal þeirra leikja sem verið er að þróa fyrir sýndarveruleika. Fyrir tæpri viku síðan sagði Wired frá því að greiningaraðilar geri ráð fyrir því að markaðurinn fyrir sýndarveruleika verði orðinn gríðarlega stór strax á næsta ári. Fyrirtæki eins og Facebook, Microsoft og Sony hafa fjárfest miklar upphæðir í þróun tækninnar á síðustu árum. Leikjavísir Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP lét sig ekki vanta á E3, einni stærstu tölvuleikjaráðstefnu í heimi og fékk fyrirtækið hinar fínustu móttökur. Á ráðstefnunni, sem haldin var í San Francisco, kynnti CCP nýjasta leik sinn EVE: Valkyrie. Hann mun koma út fyrir Oculus Rift sem og Morpheus sýndarveruleikabúnað SONY fyrir PlayStation 4. EVE: Valkyrie er geimleikur þar sem spilaður er með sýndarveruleikabúnaði. Ráðgert er að hann komi út á fyrsta fjórðungi næsta árs. Hver erlendi miðillinn á fætur öðrum hefur fjallað um leikinn á E3 og virðast þeir allir vera sammála um að hann líti stórvel út. Á vefnum Shacknews segir til dæmis að ef einhver leikur eigi eftir að skilgreina þá sýndarveruleikatíma sem við stefnum á, sé það EVE: Valkyrie. Þar að auki segir blaðamaður ExtremeTech að EVE: Valkyrie hafi sannfært hann um kosti sýndarveruleika. Sömuleiðis segir blaðamaður Gizmodo að EVE: Valkyrie sé fremstur meðal þeirra leikja sem verið er að þróa fyrir sýndarveruleika. Fyrir tæpri viku síðan sagði Wired frá því að greiningaraðilar geri ráð fyrir því að markaðurinn fyrir sýndarveruleika verði orðinn gríðarlega stór strax á næsta ári. Fyrirtæki eins og Facebook, Microsoft og Sony hafa fjárfest miklar upphæðir í þróun tækninnar á síðustu árum.
Leikjavísir Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira