Sigurvegari í WOW Cyclothon: „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. júní 2015 09:26 Hafsteinn var að vonum sáttur. Sennilega nokkuð þreyttur. vísir „Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. Liðið hafði betur á lokasprettinum gegn HFR Ungliðum. Liðið kom í mark á nýju meti á 36 klukkustundum og 53 mínútum. „Við vorum auðvitað tíu, en vegalengdin var lengri. Ég veit ekki, sennilega voru veðuraðstæður hagstæðar og hópurinn var sterkur og staðráðinn í því að klára þetta á góðum tíma.“Hægt er að horfa á beina útsendingu frá keppninni á Stöð 2 Sport og á Vísi með því að smella hér. Hafsteinn er nýstiginn upp úr meiðslum og hefur ekki hjólað í fimm mánuði. „Já, ég var látinn keyra rosalega mikið, óþarflega mikið. Til að byrja með fann ég fyrir þessu og það var vont að sitja kyrr inni í húsbílnum, á hjólinu var þetta allt í lagi. Núna ætla ég að hugsa um að koma mér í almennilegt stand og síðan mætum við aftur á næsta ári og bætum þennan tíma enn meira.“Sjá einnig: Lengsta og flóknasta beina útsendingin á Íslandi frá upphafi Gamla metið var sett í fyrra en það var 40 klukkustundir og 36 mínútur. Bæði liðin kepptu í 10 manna liðum. En hvað ætlar Hafsteinn að gera eftir þessa hringferð? „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér með því að fara í góða sturtu. Síðan þurfum við að ganga frá húsbílnum sem er eins og góða svínastía. Því næst ætla ég að slaka á og njóta þess að hafa unnið þetta.“ Hér að neðan má sjá myndband af því þegar Örninn Trek kom í mark og viðtalið við Hafstein. Heilsa Wow Cyclothon Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni
„Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. Liðið hafði betur á lokasprettinum gegn HFR Ungliðum. Liðið kom í mark á nýju meti á 36 klukkustundum og 53 mínútum. „Við vorum auðvitað tíu, en vegalengdin var lengri. Ég veit ekki, sennilega voru veðuraðstæður hagstæðar og hópurinn var sterkur og staðráðinn í því að klára þetta á góðum tíma.“Hægt er að horfa á beina útsendingu frá keppninni á Stöð 2 Sport og á Vísi með því að smella hér. Hafsteinn er nýstiginn upp úr meiðslum og hefur ekki hjólað í fimm mánuði. „Já, ég var látinn keyra rosalega mikið, óþarflega mikið. Til að byrja með fann ég fyrir þessu og það var vont að sitja kyrr inni í húsbílnum, á hjólinu var þetta allt í lagi. Núna ætla ég að hugsa um að koma mér í almennilegt stand og síðan mætum við aftur á næsta ári og bætum þennan tíma enn meira.“Sjá einnig: Lengsta og flóknasta beina útsendingin á Íslandi frá upphafi Gamla metið var sett í fyrra en það var 40 klukkustundir og 36 mínútur. Bæði liðin kepptu í 10 manna liðum. En hvað ætlar Hafsteinn að gera eftir þessa hringferð? „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér með því að fara í góða sturtu. Síðan þurfum við að ganga frá húsbílnum sem er eins og góða svínastía. Því næst ætla ég að slaka á og njóta þess að hafa unnið þetta.“ Hér að neðan má sjá myndband af því þegar Örninn Trek kom í mark og viðtalið við Hafstein.
Heilsa Wow Cyclothon Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni