Merkið mun fyrst um sinn einungis bjóða upp á töskur í ýmsum stærðum og gerðum en Rihanna ætlar sér einnig að hanna fatnað og skó.
Söngkonan vekur gjarna athygli fyrir frumlegheit í fatavali svo það verður áhugavert að fylgjast með þessu. Rihanna hefur áður hannað fatalínu fyrir River Island, förðunarlínu fyrir Mac og er listrænn ráðgjafi hjá íþróttamerkinu Puma. Einnig er hún nýjasta andlit Dior.
Fylgstu með Glamour á Facebook og Instagram.