Ari Freyr: Ætti að vera komið ef við klárum heimaleikina Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 12. júní 2015 21:41 Ari Freyr Skúlason. Vísir/Ernir „Við gerðum nákvæmlega það sem við áttum að gera sem var að ná í þrjú stig. Stemningin var æðisleg og þeir voru skíthræddir við okkur,“ sagði bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld. „Þeir sköpuðu ekki mikið. Markið þeirra var frábært en það vorum við sem misstum boltann, gerðum mistökin fyrst. Mér fannst þeir vera eitthvað til baka og við hefðum mátt vera aðeins betri á síðasta þriðjungi vallarins en við skoruðum tvö og það var nóg.“ Það var lítið um færi í fyrri hálfleik og seinni hálfleikur mun opnari. Íslenska liðið kom mjög ákveðið út og má segja að Tékkland hafi komist yfir gegn gangi leiksins. „Ég held að þeir hafi líka viljað vinna þennan leik og hafi opnað sig aðeins meira. Við vinnum eins og við gerum alltaf á heimavelli. Við erum þéttir og vinnum vel saman. Við vitum að við getum alltaf skorað mörk. „Það þarf bara eitt færi og þá er komið mark. Það gerðum við í kvöld, tvö færi og tvö mörk. „Það var ömurlegt að lenda undir því mér fannst það gegn gangi leiksins. Við vorum á góðu skriði og aðeins að pressa á þá en svo kemur kjaftshöggið en við trúðum allan tímann og náðum sem betur fer að skora snemma,“ sagði Ari Freyr. Ísland hefur unnið öll liðin í riðlinum og fimm af sex leikjum sínum. Ari Freyr trúir að þetta góða gengi geti haldið áfram og Ísland tryggt sig inn á Evrópumeistaramótið í Frakklandi eftir ár. „Við erum búnir að gera þetta að gryfju hér heima og ef við klárum bara heimaleikina þá ætti þetta að vera komið. „Við tökum einn leik í einu, það eru margir leiki eftir og allt getur gerst.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
„Við gerðum nákvæmlega það sem við áttum að gera sem var að ná í þrjú stig. Stemningin var æðisleg og þeir voru skíthræddir við okkur,“ sagði bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld. „Þeir sköpuðu ekki mikið. Markið þeirra var frábært en það vorum við sem misstum boltann, gerðum mistökin fyrst. Mér fannst þeir vera eitthvað til baka og við hefðum mátt vera aðeins betri á síðasta þriðjungi vallarins en við skoruðum tvö og það var nóg.“ Það var lítið um færi í fyrri hálfleik og seinni hálfleikur mun opnari. Íslenska liðið kom mjög ákveðið út og má segja að Tékkland hafi komist yfir gegn gangi leiksins. „Ég held að þeir hafi líka viljað vinna þennan leik og hafi opnað sig aðeins meira. Við vinnum eins og við gerum alltaf á heimavelli. Við erum þéttir og vinnum vel saman. Við vitum að við getum alltaf skorað mörk. „Það þarf bara eitt færi og þá er komið mark. Það gerðum við í kvöld, tvö færi og tvö mörk. „Það var ömurlegt að lenda undir því mér fannst það gegn gangi leiksins. Við vorum á góðu skriði og aðeins að pressa á þá en svo kemur kjaftshöggið en við trúðum allan tímann og náðum sem betur fer að skora snemma,“ sagði Ari Freyr. Ísland hefur unnið öll liðin í riðlinum og fimm af sex leikjum sínum. Ari Freyr trúir að þetta góða gengi geti haldið áfram og Ísland tryggt sig inn á Evrópumeistaramótið í Frakklandi eftir ár. „Við erum búnir að gera þetta að gryfju hér heima og ef við klárum bara heimaleikina þá ætti þetta að vera komið. „Við tökum einn leik í einu, það eru margir leiki eftir og allt getur gerst.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira