Heimir: Hvar endar þetta? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. júní 2015 22:03 Vísir/Ernir „Þetta er sennilega stærsti sigur Íslands undir okkar stjórn," sagði glaður landsliðsþjálfari, Heimir Hallgrímsson, og skal engan undra að hann hafi brosað. „Þetta var mikilvægur sigur að svo mörgu leyti. Að ná toppsætinu á þessum tímapunkti, komast skrefinu á undan Tékkum. Innbyrðisviðureignir jafnar en við erum með mun betri markatölu. Það telur mikið í lokin. Sömuleiðis gefur þetta okkur líklega annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM. Þessi sigur gefur okkur alveg ótrúlega mikið." Heimir viðurkenndi að það hefði farið svolítið um hann þegar Tékkarnir komust yfir í leiknum. „Það fer alltaf hrollur um mann þegar það er skorað gegn okkur og það hefði verið rosalega slæmt að missa Tékkana fjórum stigum á undan okkur og eiga svo erfiðan leik næst í Hollandi. Maður er svo óendanlega stoltur af þessum strákum. Það er svo mikill karakter í þeim. Þeir geta alltaf grafið dýpra eftir karakternum. Hvar endar þetta?" spurði Heimir og brosti allan hringinn. Hann veit sem er að Ísland tók ansi stórt skref í átt að EM í Frakklandi með þessum sigri í kvöld. „Stefnan er að komast til Frakklands og vonandi rætist sá draumur. Við höfum verið mjög meðvitaðir samt um að fara ekki fram úr okkur. Ég vona að þið fjölmiðlamenn gerið það ekki heldur og bara Íslendingar almennt. Við höfum náð þessum úrslitum með því að vera einbeittir á verkefnið og ekki halda að við séum mikið betri en andstæðingurinn." Það var búið að fara mikið yfir fyrri leikinn í Tékklandi en Heimir segir að þessi leikur hafi samt ekki spilast alveg eins og hann átti von á. „Þetta spilaðist öðruvísi en ég átti von á. Þeir sýndu okkur mikla virðingu og voru ekki eins sókndjarfir og þeir hafa verið venjulega. Mér fannst þessi leikur svolítið eins og amerískur fótbolti. Menn misstu boltann og svo var stillt upp í fast leikatriði og sparkað inn í," segir Heimir og honum fannst sigurinn vera sanngjarn. „Mér fannst við heilt yfir sterkari á boltanum og líka líkamlega sterkari. Það var meiri vilji og kraftur í okkur. Mér fannst við eiga einn gír inni í fyrri hálfleik. Þeir reyndu að róa leikinn niður sem hefur ekki verið þeirra stíll. Það kom mér svolítið á óvart." EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
„Þetta er sennilega stærsti sigur Íslands undir okkar stjórn," sagði glaður landsliðsþjálfari, Heimir Hallgrímsson, og skal engan undra að hann hafi brosað. „Þetta var mikilvægur sigur að svo mörgu leyti. Að ná toppsætinu á þessum tímapunkti, komast skrefinu á undan Tékkum. Innbyrðisviðureignir jafnar en við erum með mun betri markatölu. Það telur mikið í lokin. Sömuleiðis gefur þetta okkur líklega annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM. Þessi sigur gefur okkur alveg ótrúlega mikið." Heimir viðurkenndi að það hefði farið svolítið um hann þegar Tékkarnir komust yfir í leiknum. „Það fer alltaf hrollur um mann þegar það er skorað gegn okkur og það hefði verið rosalega slæmt að missa Tékkana fjórum stigum á undan okkur og eiga svo erfiðan leik næst í Hollandi. Maður er svo óendanlega stoltur af þessum strákum. Það er svo mikill karakter í þeim. Þeir geta alltaf grafið dýpra eftir karakternum. Hvar endar þetta?" spurði Heimir og brosti allan hringinn. Hann veit sem er að Ísland tók ansi stórt skref í átt að EM í Frakklandi með þessum sigri í kvöld. „Stefnan er að komast til Frakklands og vonandi rætist sá draumur. Við höfum verið mjög meðvitaðir samt um að fara ekki fram úr okkur. Ég vona að þið fjölmiðlamenn gerið það ekki heldur og bara Íslendingar almennt. Við höfum náð þessum úrslitum með því að vera einbeittir á verkefnið og ekki halda að við séum mikið betri en andstæðingurinn." Það var búið að fara mikið yfir fyrri leikinn í Tékklandi en Heimir segir að þessi leikur hafi samt ekki spilast alveg eins og hann átti von á. „Þetta spilaðist öðruvísi en ég átti von á. Þeir sýndu okkur mikla virðingu og voru ekki eins sókndjarfir og þeir hafa verið venjulega. Mér fannst þessi leikur svolítið eins og amerískur fótbolti. Menn misstu boltann og svo var stillt upp í fast leikatriði og sparkað inn í," segir Heimir og honum fannst sigurinn vera sanngjarn. „Mér fannst við heilt yfir sterkari á boltanum og líka líkamlega sterkari. Það var meiri vilji og kraftur í okkur. Mér fannst við eiga einn gír inni í fyrri hálfleik. Þeir reyndu að róa leikinn niður sem hefur ekki verið þeirra stíll. Það kom mér svolítið á óvart."
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira