Hún hefur svo sannarlega ekki látið það stoppa sig og ásamt því að vera á leiðinni í lögfræðinám þá heldur hún úti youtube síðu, þar sem hún setur inn myndbönd þar sem hún talar meðal annars um hvernig það er að vera blind.
Í einu myndbandanna, sem hefur farið eins og eldur í sinu um internetið, sýnir hún hvernig hún málar sig og er magnað að sjá hversu góð hún er í því þrátt fyrir enga sjón og þá sérstaklega hversu fær hún er að setja á sig blautan eyeliner.
En sjón er sögu ríkari og má sjá myndbandið hennar Lucy hér fyrir neðan.
Fylgstu með Glamour Ísland á Facebook og Instagram.