Aldrei fleiri á vergangi Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2015 13:15 Fjöldi flóttamanna frá Afganistan á grísku eyjunni Lesbos. Vísir/AFP Við enda síðasta árs voru 59,5 milljónir einstaklinga á vergangi í heiminum. Fólkið hefur þurft að flýja ofsóknir, átök, ofbeldi og mannréttindabrot og hafa þeir aldrei verið fleiri. Á einu ári hafði þeim fjölgað um 8,3 milljónir og bæði heildartalan og fjölgunin hafa aldrei verið hærri. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gaf í gær út skýrslu þar sem farið er yfir ástand flóttafólks um heim allan. Skýrslan gefur nokkuð dökka mynd af ástandinu í heiminum. Stofnunin áætlar að 13,9 milljónir manna hafi gerst flóttamenn í fyrra og að 42.500 manns hafi þurft að flýja heimili sín á degi hverjum vegna átaka eða ofsókna. Þau lönd sem hafa tekið á móti flestum flóttamönnum eru Tyrkland (1,59 milljón), Pakistan (1,51 milljón), Líbanon (1,15 milljón), Íran (982 þúsund), Eþíópía (659 þúsund) og Jórdan (654.100). Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Tyrkland situr í efsta sæti listans, en þar hefur verið tekið á móta fjölda flóttafólks frá Sýrlandi sem flúið hafa vegna borgarastyrjaldarinnar þar.Vísir/GraphicNewsAf þessum 59,9 milljónum segja UNHCR að 38,2 milljónir séu enn í heimalandi sínu eftir að hafa yfirgefið heimili sín. 19,5 milljónir hafa stöðu flóttafólks og 1,8 milljón þeirra eru með stöðu hælisleitenda. 86 prósent flóttafólks halda nú til í svokölluðum þróunarlöndum, eða 12,4 milljónir. Yfir heildina litið þýða þessar tölur að einn af hverjum 122 íbúum jarðarinnar sé á vergangi eftir að hafa þurft að flýja ofbeldi. Rúmlega helmingur þeirra eru börn og ef þau væru sett saman í eina þjóð yrði hún sú 24 fjölmennasta í heiminum. „Maður fær þá tilfinningu að heimurinn sé í stríði,“ sagði Antonio Guterres, yfirmaður flóttamannastofnunarinnar. „Í raun eru mörg svæði jarðarinnar í upplausn og afleiðingar þessa er gífurleg fjölgun flóttafólks.“ Hann benti á að hver og einn einasti flóttamaður hefði sorgarsögu að segja.Lögreglumaður reynir að stöðva flóttamenn sem ætluðu að fela sig í vörubílum á leið frá Calais í Frakklandi til Bretlands.Vísir/AFPUm 126.800 flóttamenn sneru aftur til heimalands síns í fyrra. Þar af var rúmlega helmingurinn frá Kongó. Fjöldi þeirra hefur ekki verið lægri frá árinu 1983. Sé litið til hælisleitenda hafa flestir sótt um hæli í Rússlandi. Af 1,7 milljón hafa 274.700 sótt um hæli þar. 173 þúsund hafa sótt um hæli í Þýskalandi, 121 þúsund í Bandaríkjunum og 88 þúsund í Tyrklandi. Flóttamenn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira
Við enda síðasta árs voru 59,5 milljónir einstaklinga á vergangi í heiminum. Fólkið hefur þurft að flýja ofsóknir, átök, ofbeldi og mannréttindabrot og hafa þeir aldrei verið fleiri. Á einu ári hafði þeim fjölgað um 8,3 milljónir og bæði heildartalan og fjölgunin hafa aldrei verið hærri. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gaf í gær út skýrslu þar sem farið er yfir ástand flóttafólks um heim allan. Skýrslan gefur nokkuð dökka mynd af ástandinu í heiminum. Stofnunin áætlar að 13,9 milljónir manna hafi gerst flóttamenn í fyrra og að 42.500 manns hafi þurft að flýja heimili sín á degi hverjum vegna átaka eða ofsókna. Þau lönd sem hafa tekið á móti flestum flóttamönnum eru Tyrkland (1,59 milljón), Pakistan (1,51 milljón), Líbanon (1,15 milljón), Íran (982 þúsund), Eþíópía (659 þúsund) og Jórdan (654.100). Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Tyrkland situr í efsta sæti listans, en þar hefur verið tekið á móta fjölda flóttafólks frá Sýrlandi sem flúið hafa vegna borgarastyrjaldarinnar þar.Vísir/GraphicNewsAf þessum 59,9 milljónum segja UNHCR að 38,2 milljónir séu enn í heimalandi sínu eftir að hafa yfirgefið heimili sín. 19,5 milljónir hafa stöðu flóttafólks og 1,8 milljón þeirra eru með stöðu hælisleitenda. 86 prósent flóttafólks halda nú til í svokölluðum þróunarlöndum, eða 12,4 milljónir. Yfir heildina litið þýða þessar tölur að einn af hverjum 122 íbúum jarðarinnar sé á vergangi eftir að hafa þurft að flýja ofbeldi. Rúmlega helmingur þeirra eru börn og ef þau væru sett saman í eina þjóð yrði hún sú 24 fjölmennasta í heiminum. „Maður fær þá tilfinningu að heimurinn sé í stríði,“ sagði Antonio Guterres, yfirmaður flóttamannastofnunarinnar. „Í raun eru mörg svæði jarðarinnar í upplausn og afleiðingar þessa er gífurleg fjölgun flóttafólks.“ Hann benti á að hver og einn einasti flóttamaður hefði sorgarsögu að segja.Lögreglumaður reynir að stöðva flóttamenn sem ætluðu að fela sig í vörubílum á leið frá Calais í Frakklandi til Bretlands.Vísir/AFPUm 126.800 flóttamenn sneru aftur til heimalands síns í fyrra. Þar af var rúmlega helmingurinn frá Kongó. Fjöldi þeirra hefur ekki verið lægri frá árinu 1983. Sé litið til hælisleitenda hafa flestir sótt um hæli í Rússlandi. Af 1,7 milljón hafa 274.700 sótt um hæli þar. 173 þúsund hafa sótt um hæli í Þýskalandi, 121 þúsund í Bandaríkjunum og 88 þúsund í Tyrklandi.
Flóttamenn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira