Einn sá allra spilltasti snýst gegn Blatter og ætlar að segja frá öllu Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2015 08:00 Jack Warner á ekki von á góðu þó hann játi. vísir/getty Jack Warner, fyrrverandi forseti knatspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku og Karíbahafsins, CONCACAF, segist vita hvers vegna Sepp Blatter, forseti FIFA, hafi óvænt sagt af sér í fyrradag. Warner, sem var áður varaforseti FIFA, er sjálfur einn sá allra spilltasti og er einn þeirra sem bandarísk dómsmálayfirvöld hafa kært fyrir mútuþægni. Hann var með fimm mínútna ávarp á sjónvarpstöð í heimalandinu Trínídad og Tóbago í gærkvöldi þar sem hann sagðist óttast um eigi líf og hann hefði sagt lögfræðingum sínum að hafa samband við lögregluyfirvöld í heimalandi sínu og víðar. Warner segist ætla leysa frá skjóðunni og segja frá öllu sem hann veit um spillinguna innan FIFA, en þessi fyrrverandi kennari er metinn á ríflega 100 milljónir dollara eftir setu sína í stjórn FIFA. „Blatter veit af hverju hann féll. Það skiptir svo engu máli þó enginn annar viti það, því ég veit ástæðuna,“ sagði Warner.Sepp Blatter er kominn með bakið uppvið vegg.vísir/gettyHann segist hafa undir höndum sum þeirra skjala sem Bandaríkjamenn hafa safnað að sér í tengslum við rannsóknina sem tengjast fjármálum FIFA. Þá sagðist Warner einnig vera með skjöl sem tengja nokkra yfirmenn FIFA, þar á meðal Sepp Blatter, við vafasamar kosningar til þings í Trínídad og Tóbagó fyrir fimm árum síðan. „Ég biðst afsökunar á að hafa ekki greint frá vitneskju minni um þetta fyrr. Ég get ekki snúið við á þeirri leið sem ég valdi mér,“ sagði Warner. „Ég hef þagað í ótta um að þessi dagur myndi renna upp. Það geri ég ekki lengur. Ég mun ekki lengur varðveita leyndarmál þeirra sem reyna að eyðileggja landið mitt. Ég virkilega óttast um líf mitt,“ sagði Jack Warner. Játning Warners kom aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Chuck Blazer, aðalvitni Bandaríkjamanna, játaði að hafa tekið við mútum í tengslum við val á staðsetningu HM í nokkur skipti. Þetta eru vægast sagt ekki góðar fréttir fyrir Sepp Blatter, en Jack Warner hefur lengi verið einn af hans helstu bandamönnum. FIFA Tengdar fréttir Frábær dagur fyrir fótboltann að Blatter sé farinn | Forsíður ensku blaðanna Sepp Blatter sagði óvænt af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins í gær. 3. júní 2015 07:45 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira
Jack Warner, fyrrverandi forseti knatspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku og Karíbahafsins, CONCACAF, segist vita hvers vegna Sepp Blatter, forseti FIFA, hafi óvænt sagt af sér í fyrradag. Warner, sem var áður varaforseti FIFA, er sjálfur einn sá allra spilltasti og er einn þeirra sem bandarísk dómsmálayfirvöld hafa kært fyrir mútuþægni. Hann var með fimm mínútna ávarp á sjónvarpstöð í heimalandinu Trínídad og Tóbago í gærkvöldi þar sem hann sagðist óttast um eigi líf og hann hefði sagt lögfræðingum sínum að hafa samband við lögregluyfirvöld í heimalandi sínu og víðar. Warner segist ætla leysa frá skjóðunni og segja frá öllu sem hann veit um spillinguna innan FIFA, en þessi fyrrverandi kennari er metinn á ríflega 100 milljónir dollara eftir setu sína í stjórn FIFA. „Blatter veit af hverju hann féll. Það skiptir svo engu máli þó enginn annar viti það, því ég veit ástæðuna,“ sagði Warner.Sepp Blatter er kominn með bakið uppvið vegg.vísir/gettyHann segist hafa undir höndum sum þeirra skjala sem Bandaríkjamenn hafa safnað að sér í tengslum við rannsóknina sem tengjast fjármálum FIFA. Þá sagðist Warner einnig vera með skjöl sem tengja nokkra yfirmenn FIFA, þar á meðal Sepp Blatter, við vafasamar kosningar til þings í Trínídad og Tóbagó fyrir fimm árum síðan. „Ég biðst afsökunar á að hafa ekki greint frá vitneskju minni um þetta fyrr. Ég get ekki snúið við á þeirri leið sem ég valdi mér,“ sagði Warner. „Ég hef þagað í ótta um að þessi dagur myndi renna upp. Það geri ég ekki lengur. Ég mun ekki lengur varðveita leyndarmál þeirra sem reyna að eyðileggja landið mitt. Ég virkilega óttast um líf mitt,“ sagði Jack Warner. Játning Warners kom aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Chuck Blazer, aðalvitni Bandaríkjamanna, játaði að hafa tekið við mútum í tengslum við val á staðsetningu HM í nokkur skipti. Þetta eru vægast sagt ekki góðar fréttir fyrir Sepp Blatter, en Jack Warner hefur lengi verið einn af hans helstu bandamönnum.
FIFA Tengdar fréttir Frábær dagur fyrir fótboltann að Blatter sé farinn | Forsíður ensku blaðanna Sepp Blatter sagði óvænt af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins í gær. 3. júní 2015 07:45 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira
Frábær dagur fyrir fótboltann að Blatter sé farinn | Forsíður ensku blaðanna Sepp Blatter sagði óvænt af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins í gær. 3. júní 2015 07:45