Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2015 11:50 Ari fagnar með Kolbeini Sigþórssyni eftir sigur Íslands á Tyrklandi. vísir/anton Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. Ari fór meiddur af velli í leik OB og Randers í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í fyrradag en var mættur út á völl í morgun og virtist vera í lagi. „Það er alltaf gaman að koma heim. Það var frábært veðrið sem tók á móti manni. Ég hélt ég myndi fljúga aftur inn í Leifsstöð, það var svo mikið rok,“ sagði Ari í léttum dúr. Hann kveðst spenntur fyrir leiknum gegn Tékkum í undankeppni EM á föstudaginn.Gaman að spila þegar mikið er undir „Mér líst mjög vel á hann og er mjög spenntur. Það er gaman að spila svona leiki, þegar mikið er undir,“ sagði Ari og bætti því við að íslenska liðið hefði lært mikið af fyrri leiknum gegn Tékkum, sem tapaðist 2-1. „Svo sannarlega. Við mættum mjög góðu og vel skipulögðu liði og við vorum kannski alveg á tánum sjálfir. Við byrjuðum reyndar ágætlega og skoruðum fyrsta markið en restin af leiknum var ekkert sérstök.“ Eins og áður sagði kláraðist danska deildin um helgina. OB endaði í 9. sæti og Ari segir að liðið geti nokkuð vel við unað með þá niðurstöðu. „Þetta eru kannski vonbrigði en við byrjuðum illa og vorum með sex stig eftir níu umferðir. Þá fengum við nýjan þjálfara sem kom þessu í gang og við náðum því markmiði að halda okkur uppi. „En ef við hefðum unnið einn leik í viðbót hefðum við náð markmiðinu okkar sem var 7. sæti,“ sagði Ari sem gerir ráð fyrir því að vera áfram í herbúðum OB. „Já, ég geri það. Við erum með nýjan þjálfara og það eru spennandi tímar framundan. Þetta er þjálfari sem vill spila fótbolta þótt hann sé pínu gamaldags,“ sagði Ari en umræddur þjálfari heitir Kent Nielsen og lék með Aston Villa og danska landsliðinu á árunum áður og varð m.a. Evrópumeistari með Dönum 1992. „Mér líst vel á þetta. En það þurfa að koma margir nýir leikmenn inn og þjálfarateymið er alveg nýtt. Þetta verður spennandi.“Átti of marga lélega leiki Ari var fastamaður í liði OB á nýafstöðnu tímabili og lék 30 af 33 leikjum liðsins í deildinni. Hann er þó ekki ánægður með eigin frammistöðu á tímabilinu. „Ég er ekki nógu sáttur með þetta tímabil ef ég á að segja eins og er. Ég átti nokkra fína leiki en heilt yfir var ég ekki nógu sáttur við sjálfan mig. Ég átti of marga lélega leiki,“ sagði Ari að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Sjá meira
Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. Ari fór meiddur af velli í leik OB og Randers í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í fyrradag en var mættur út á völl í morgun og virtist vera í lagi. „Það er alltaf gaman að koma heim. Það var frábært veðrið sem tók á móti manni. Ég hélt ég myndi fljúga aftur inn í Leifsstöð, það var svo mikið rok,“ sagði Ari í léttum dúr. Hann kveðst spenntur fyrir leiknum gegn Tékkum í undankeppni EM á föstudaginn.Gaman að spila þegar mikið er undir „Mér líst mjög vel á hann og er mjög spenntur. Það er gaman að spila svona leiki, þegar mikið er undir,“ sagði Ari og bætti því við að íslenska liðið hefði lært mikið af fyrri leiknum gegn Tékkum, sem tapaðist 2-1. „Svo sannarlega. Við mættum mjög góðu og vel skipulögðu liði og við vorum kannski alveg á tánum sjálfir. Við byrjuðum reyndar ágætlega og skoruðum fyrsta markið en restin af leiknum var ekkert sérstök.“ Eins og áður sagði kláraðist danska deildin um helgina. OB endaði í 9. sæti og Ari segir að liðið geti nokkuð vel við unað með þá niðurstöðu. „Þetta eru kannski vonbrigði en við byrjuðum illa og vorum með sex stig eftir níu umferðir. Þá fengum við nýjan þjálfara sem kom þessu í gang og við náðum því markmiði að halda okkur uppi. „En ef við hefðum unnið einn leik í viðbót hefðum við náð markmiðinu okkar sem var 7. sæti,“ sagði Ari sem gerir ráð fyrir því að vera áfram í herbúðum OB. „Já, ég geri það. Við erum með nýjan þjálfara og það eru spennandi tímar framundan. Þetta er þjálfari sem vill spila fótbolta þótt hann sé pínu gamaldags,“ sagði Ari en umræddur þjálfari heitir Kent Nielsen og lék með Aston Villa og danska landsliðinu á árunum áður og varð m.a. Evrópumeistari með Dönum 1992. „Mér líst vel á þetta. En það þurfa að koma margir nýir leikmenn inn og þjálfarateymið er alveg nýtt. Þetta verður spennandi.“Átti of marga lélega leiki Ari var fastamaður í liði OB á nýafstöðnu tímabili og lék 30 af 33 leikjum liðsins í deildinni. Hann er þó ekki ánægður með eigin frammistöðu á tímabilinu. „Ég er ekki nógu sáttur með þetta tímabil ef ég á að segja eins og er. Ég átti nokkra fína leiki en heilt yfir var ég ekki nógu sáttur við sjálfan mig. Ég átti of marga lélega leiki,“ sagði Ari að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49