Fær 16 milljarða fyrir 3 ára samning Finnur Thorlacius skrifar 21. maí 2015 08:42 Lewis Hamilton er með forystu í Formúlu 1 keppni ársins. Lewis Hamilton skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við Mercedes Benz í Formúlu 1. Hann mun aka bílum þeirra næstu 3 tímabil. Lewis Hamilton er nú með ágæta forystu í keppni þeirra bestu og ef hann vinnur á þessu tímabili yrði það í þriðja skiptið sem hann hampar titlinum, eða jafn oft og Ayrton Senna gerði á sínum tíma. Hamilton ætti að eiga fyrir salti í grautinn eftir þessi þrjú ár en samningurinn tryggir honum 40 milljónir dollarar á ári, eða 15,85 milljarða króna á samningstímanum. Hann fær nú 31 milljónir dollara á ári frá Mercedes Benz og því er þessi nýi samningur nokkru stærri þó flestir hefðu unað við þann fyrri. Auk þess hefur Hamilton fengið bónusa fyrir hvern sigur og heildarsigur í keppninni. Hamilton vann fyrst Formúlu 1 keppnina árið 2008 og svo aftur í fyrra. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent
Lewis Hamilton skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við Mercedes Benz í Formúlu 1. Hann mun aka bílum þeirra næstu 3 tímabil. Lewis Hamilton er nú með ágæta forystu í keppni þeirra bestu og ef hann vinnur á þessu tímabili yrði það í þriðja skiptið sem hann hampar titlinum, eða jafn oft og Ayrton Senna gerði á sínum tíma. Hamilton ætti að eiga fyrir salti í grautinn eftir þessi þrjú ár en samningurinn tryggir honum 40 milljónir dollarar á ári, eða 15,85 milljarða króna á samningstímanum. Hann fær nú 31 milljónir dollara á ári frá Mercedes Benz og því er þessi nýi samningur nokkru stærri þó flestir hefðu unað við þann fyrri. Auk þess hefur Hamilton fengið bónusa fyrir hvern sigur og heildarsigur í keppninni. Hamilton vann fyrst Formúlu 1 keppnina árið 2008 og svo aftur í fyrra.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent