Lagahöfundur Unbroken: „María stóð sig eins og hetja“ Bjarki Ármannsson skrifar 21. maí 2015 22:12 „Þetta er búið að vera ómetanleg reynsla,“ segir Ásgeir Orri úr StopWaitGo. Vísir/EPA „Þetta er bara svona, það þarf ekkert að samhryggjast mér,“ sagði Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn meðlima StopWaitGo, þegar Vísir náði tali af honum stuttu eftir að ljóst varð að Ísland færi ekki áfram í úrslitakeppni Eurovision þetta árið. „Þetta er náttúrulega bara lagið okkar allra.“ María Ólafsdóttir flutti lagið Unbroken á seinna undanúrslitakvöldi keppninnar í Vínarborg í kvöld en var ekki meðal þeirra tíu atriða sem komust áfram. Ásgeir, einn lagahöfunda Unbroken, segir Íslendingahópinn samt sem áður stolta af frammistöðu Maríu.Sjá einnig: Euro-Reynir: „Ekkert gaman að verða vitni að þessu“ „Það var ekkert sem hefði getað farið betur og María stóð sig eins og hetja,“ segir Ásgeir. „Það er bara í svona keppni, sem er svona ólíkindatól, þá þurfa bara allar breyturnar að vera manni í hag. Það var bara ekki þannig í kvöld.“ Íslendingar biðu flestir með öndina í hálsinum þegar tilkynnt var um það hvaða atriði kæmust áfram að flutningi loknum. Nafn Íslands hefur fjórum sinnum á síðustu sjö árum komið upp úr síðasta umslaginu en að þessu sinni hrepptu Ísraelsmenn, sem þykja líklegir til að ná langt í ár, síðasta sætið sem í boði var.Sjá einnig: Keppendum San Marínó slátrað af íslenskum Twitter-notendum „Maður byrjaði að hafa svona lúmska tilfinningu fyrir þessu, með fullri virðingu fyrir til dæmis Póllandi og Kýpur, þegar þau lönd voru lesin upp,“ segir Ásgeir. „Svo þegar maður sá að Ísrael var ekki komið áfram og síðasta umslagið var eftir, þá var maður svona eiginlega búinn að sjá þetta fyrir.“ Ásgeir segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort hópurinn í kringum Maríu verði áfram úti í Vín á meðan keppni stendur. Hann segir Eurovision-ferlið allt hafa verið ómetanlega reynslu en að allt of snemmt sé að segja til um það hvort StopWaitGo-teymið reyni aftur við keppnina að ári. „Þetta er bara búið að vera ógeðslega gaman og ómetanleg reynsla. Og það sem gerðist hérna í kvöld, það er bara vindur í seglin.“ Eurovision Tengdar fréttir Friðrik Dór: „Allir bjartsýnir á að við neglum þetta“ Nú styttist óðum í stóru stundina þegar íslenski hópurinn stígur á svið í Vínarborg. 21. maí 2015 15:57 Euro-Reynir: „Ekkert gaman að verða vitni að þessu“ Reynir vonar að María taki Eurovision-vonbrigðunum ekki nærri sér því hún er frábær söngkona. 21. maí 2015 21:53 María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45 Keppendum San Marínó slátrað af íslenskum Twitter-notendum "Þessi söngur er hreinlega sársaukafullur.“ 21. maí 2015 19:31 María stóð sig með prýði Bíður nú dóms Evrópu. 21. maí 2015 20:04 Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
„Þetta er bara svona, það þarf ekkert að samhryggjast mér,“ sagði Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn meðlima StopWaitGo, þegar Vísir náði tali af honum stuttu eftir að ljóst varð að Ísland færi ekki áfram í úrslitakeppni Eurovision þetta árið. „Þetta er náttúrulega bara lagið okkar allra.“ María Ólafsdóttir flutti lagið Unbroken á seinna undanúrslitakvöldi keppninnar í Vínarborg í kvöld en var ekki meðal þeirra tíu atriða sem komust áfram. Ásgeir, einn lagahöfunda Unbroken, segir Íslendingahópinn samt sem áður stolta af frammistöðu Maríu.Sjá einnig: Euro-Reynir: „Ekkert gaman að verða vitni að þessu“ „Það var ekkert sem hefði getað farið betur og María stóð sig eins og hetja,“ segir Ásgeir. „Það er bara í svona keppni, sem er svona ólíkindatól, þá þurfa bara allar breyturnar að vera manni í hag. Það var bara ekki þannig í kvöld.“ Íslendingar biðu flestir með öndina í hálsinum þegar tilkynnt var um það hvaða atriði kæmust áfram að flutningi loknum. Nafn Íslands hefur fjórum sinnum á síðustu sjö árum komið upp úr síðasta umslaginu en að þessu sinni hrepptu Ísraelsmenn, sem þykja líklegir til að ná langt í ár, síðasta sætið sem í boði var.Sjá einnig: Keppendum San Marínó slátrað af íslenskum Twitter-notendum „Maður byrjaði að hafa svona lúmska tilfinningu fyrir þessu, með fullri virðingu fyrir til dæmis Póllandi og Kýpur, þegar þau lönd voru lesin upp,“ segir Ásgeir. „Svo þegar maður sá að Ísrael var ekki komið áfram og síðasta umslagið var eftir, þá var maður svona eiginlega búinn að sjá þetta fyrir.“ Ásgeir segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort hópurinn í kringum Maríu verði áfram úti í Vín á meðan keppni stendur. Hann segir Eurovision-ferlið allt hafa verið ómetanlega reynslu en að allt of snemmt sé að segja til um það hvort StopWaitGo-teymið reyni aftur við keppnina að ári. „Þetta er bara búið að vera ógeðslega gaman og ómetanleg reynsla. Og það sem gerðist hérna í kvöld, það er bara vindur í seglin.“
Eurovision Tengdar fréttir Friðrik Dór: „Allir bjartsýnir á að við neglum þetta“ Nú styttist óðum í stóru stundina þegar íslenski hópurinn stígur á svið í Vínarborg. 21. maí 2015 15:57 Euro-Reynir: „Ekkert gaman að verða vitni að þessu“ Reynir vonar að María taki Eurovision-vonbrigðunum ekki nærri sér því hún er frábær söngkona. 21. maí 2015 21:53 María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45 Keppendum San Marínó slátrað af íslenskum Twitter-notendum "Þessi söngur er hreinlega sársaukafullur.“ 21. maí 2015 19:31 María stóð sig með prýði Bíður nú dóms Evrópu. 21. maí 2015 20:04 Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Friðrik Dór: „Allir bjartsýnir á að við neglum þetta“ Nú styttist óðum í stóru stundina þegar íslenski hópurinn stígur á svið í Vínarborg. 21. maí 2015 15:57
Euro-Reynir: „Ekkert gaman að verða vitni að þessu“ Reynir vonar að María taki Eurovision-vonbrigðunum ekki nærri sér því hún er frábær söngkona. 21. maí 2015 21:53
María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45
Keppendum San Marínó slátrað af íslenskum Twitter-notendum "Þessi söngur er hreinlega sársaukafullur.“ 21. maí 2015 19:31