Hann átti vart orð til að lýsa hrifningu sinni á Eurovision-faranum Maríu Ólafsdóttur og hittu orð hans greinilega í mark því rétta þurfti Maríu vasaklút eftir að hann hafði talað til hennar.
„Mig langar bara að segja að það er frábært að vera í þessum hópi og það er frábært að fá að taka þátt í þessu. Ótrúlega skrýtið að vera eldgamli maðurinn.
„Mig langar að segja, strákar rosa gaman að vinna með ykkur,“ sagði Valli við strákana í StopWaitGo-teyminu og hrósaði einnig útlitsteymi hóspins. Því næst vék hann orðum sínum að Maríu.
„Og María. Ég er búinn að vera svo stoltur af þér í þessari ferð. Þú ert búin að taka svo mikið af svo stórum stökkum og það er alveg sama hvað, þú munt alltaf eiga risastóran stað í mínu hjarta. Takk fyrir að vera þú.“
Íslenski hópurinn kominn upp á hótel, auðvitað svekktur en allir eru sammála um að María stóð sig eins og hetja. Valli sport hélt stutta ræðu og svo var skálað fyrir Maríu.
Posted by Söngvakeppni Sjónvarpsins on Thursday, May 21, 2015