Garfunkel kallar Simon „fávita“ fyrir að hætta samstarfi þeirra á hátindi frægðarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2015 20:52 Art Garfunkel og Paul Simon saman á sviði. Vísir/Getty Samband tónlistarmannanna Paul Simon og Art Garfunkel hefur ávallt verið flókið en nýverið veitti Garfunkel breska dagblaðinu The Telegraph viðtal þar sem hann virðist dýrka og dá Simon á sama tíma og hann kallar hann fávita með einhverskonar minnimáttarkennd. Simon og Garfunkel mynduðu dúett á sjöunda áratug síðustu aldar sem hreif heiminn með sér en á hátindi frægðarinnar árið 1970 hættu þeir samstarfi sínu og virðist Garfunkel enn eiga erfitt með að skilja hvers vegna, ef marka má ummæli hans í viðtalinu. „Þetta var mjög skrýtið. Ekki eitthvað sem ég hefði gert. Ég vil opna mig varðandi þetta en vil ekki segja neitt gegn Paul Simon. Það er samt eitthvað afbrigðilegt við það að vilja ekki njóta frægðarinnar,“ segir Garfunkel við Telegraph og telur að þeim hefði dugað árs frí. Því næst ræddi Garfunkel flutning Simons á laginu Bridge over troubled water, sem Garfunkel söng ávallt á þeim tíma sem þeir störfuðu saman, á tónleikum með tónlistarmanninum Sting. Garfunkel sagði það vera djarft af Simon að syngja það lag og las síðan upp frumsamið ljóð um sebrahesta fyrir blaðamanninn. Hann var spurður hvort möguleiki væri á að þeir muni einhvern tímann leggja upp í tónleikaferð saman. „Það er gerlegt. Þegar við hittumst, og hann er með gítarinn, þá er það afar ánægjulegt fyrir okkur báða.“ Síðar í viðtalinu kallar hann hins vegar Simon fávita og fífl fyrir að hætta samstarfinu. Hann telur að rekja megi þá ákvörðun Simons til minnimáttarkenndar. Garfunkel segist hafa vorkennt Simon þegar þeir hittust fyrst því Simon var svo lágvaxinn. Þess vegna urðu þeir vinir að sögn söngvarans. „Og þessi góðvild mín skapaði skrímsli.“ Tónlist Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Samband tónlistarmannanna Paul Simon og Art Garfunkel hefur ávallt verið flókið en nýverið veitti Garfunkel breska dagblaðinu The Telegraph viðtal þar sem hann virðist dýrka og dá Simon á sama tíma og hann kallar hann fávita með einhverskonar minnimáttarkennd. Simon og Garfunkel mynduðu dúett á sjöunda áratug síðustu aldar sem hreif heiminn með sér en á hátindi frægðarinnar árið 1970 hættu þeir samstarfi sínu og virðist Garfunkel enn eiga erfitt með að skilja hvers vegna, ef marka má ummæli hans í viðtalinu. „Þetta var mjög skrýtið. Ekki eitthvað sem ég hefði gert. Ég vil opna mig varðandi þetta en vil ekki segja neitt gegn Paul Simon. Það er samt eitthvað afbrigðilegt við það að vilja ekki njóta frægðarinnar,“ segir Garfunkel við Telegraph og telur að þeim hefði dugað árs frí. Því næst ræddi Garfunkel flutning Simons á laginu Bridge over troubled water, sem Garfunkel söng ávallt á þeim tíma sem þeir störfuðu saman, á tónleikum með tónlistarmanninum Sting. Garfunkel sagði það vera djarft af Simon að syngja það lag og las síðan upp frumsamið ljóð um sebrahesta fyrir blaðamanninn. Hann var spurður hvort möguleiki væri á að þeir muni einhvern tímann leggja upp í tónleikaferð saman. „Það er gerlegt. Þegar við hittumst, og hann er með gítarinn, þá er það afar ánægjulegt fyrir okkur báða.“ Síðar í viðtalinu kallar hann hins vegar Simon fávita og fífl fyrir að hætta samstarfinu. Hann telur að rekja megi þá ákvörðun Simons til minnimáttarkenndar. Garfunkel segist hafa vorkennt Simon þegar þeir hittust fyrst því Simon var svo lágvaxinn. Þess vegna urðu þeir vinir að sögn söngvarans. „Og þessi góðvild mín skapaði skrímsli.“
Tónlist Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira