Sænsku Eurovision-sérfræðingarnir spá Unbroken góðu gengi: María fær Eric Saade til að svitna Atli Ísleifsson skrifar 12. maí 2015 21:53 Eric Saade keppti fyrir hönd Svía árið 2011 með lagið Popular. Vísir/AFP/Andri Sænsku Eurovision-sérfræðingarnir í upphitunarþætti sænska ríkissjónvarpsins spá Maríu Ólafs góðu gengi í keppninni í Vínarborg í næstu viku. Eric Saade, sem söng lagið Popular fyrir hönd Svía í lokakeppninni árið 2011, hélt vart vatni yfir Maríu og spáir því að hún geti jafnvel unnið alla keppnina. Fjórði og síðasti þáttur Inför Eurovision Song Contest, sem samsvarar til þáttarins Alla leið á RÚV, var á dagskrá sænska ríkissjónvarpsins í kvöld. Sérfræðingarnir hlýddu á framlög tíu landa og gáfu þeim einkunn á bilinu eitt til tíu.Gæti unnið keppnina Eric Saade átti erfitt með sig í sjónvarpsstúdíóinu eftir að þau voru búin að horfa á myndbandið með íslenska laginu. „Virkilega gott lag. Falleg stelpa sem syngur svakalega vel ef við tökum mark á þessu myndbandi. Hún náði mér algerlega með þessum augum sínum. Ég fór bara að svitna. Ef vel tekst til þá held ég að að þessu muni ganga mjög vel. Ég held að þetta gæti unnið keppnina. Þetta fær tíu stig,“ sagði Saade. Hinir sérfræðingarnir voru einnig mjög jákvæðir í garð Maríu og lagsins Unbroken.Minnir á Jóhönnu GuðrúnuSöngkonan Kristin Amparo, sem átti lagið I See You í sænsku undankeppninni, sagði þetta vera gott lag, góð útsetning og góð laglína. „Þetta er í raun ekki minn smekkur, en í samanburði við annað sem við höfum heyrt þá er þetta frábært.“ Hún gaf laginu átta af tíu mögulegum.Sjá einnig: Thomas Lundin sannfærður um að Ísland komist áframChrister Björkman, framkvæmdastjóri sænsku söngvakeppninnar, segir tilfinninguna í laginu minna á lag Jóhönnu Guðrúnar, Is It True, sem keppti árið 2009 og hafnaði í öðru sæti. „Þetta lag getur alveg blandað sér í baráttuna og eitt af fimm efstu sætunum er alls ekki ómögulegt. Ég gef laginu átta stig.“Viðlag sem hljómar enn í kollinumÞáttastjórnandinn og söngkonan Sarah Dawn Finer sagðist einnig vera hrifin af laginu og sérstaklega að það væri einn þráður sem hélt í gegnum allt lagið. „Maður skilur þetta. Viðlagið er öflugt sem hljómar enn í kollinum. Hún syngur vel. Maður vonar svo innilega að hún syngi svona vel á sviði. Það eru mikið af góðum íslenskum söngkonum. Ég gef laginu átta stig.“ Tess Merkel, söngkona sænsku sveitarinnar Alcazar, sagði lagið vera svolítið eins og mintukaramella sem hún gleypi hratt. „Kannski ekki svo áhugaverð mintukaramella en samt mjög frískandi. Ég held að þessu muni ganga vel og gef því níu stig.“ Í lok þáttarins var farið yfir hvaða lönd sem keppa í síðara undankvöldinu sérfræðingarnir spá því að komist áfram. Þau eru: Svíþjóð (allir sérfræðingarnir gáfu Svíum tíu stig), Kýpur, Ísland, Ísrael, Aserbaídsjan, Slóvenía, Svartfjallaland, Írland, Lettland og Noregur.Hægt er að horfa á þáttinn hér á vef sænska ríkissjónvarpsins. Eurovision Tengdar fréttir Gagnrýnir skipuleggjendur Eurovision: „Ýmislegt sem við eigum að sjá um, en hvernig vitum við ekki enn“ "Fyrir utan upplýsingaleysið þá leggst keppnin öll frekar vel í mig,“ segir Katla Hannesdóttir, sem búsett er í Vínarborg. 7. maí 2015 10:23 Kjóllinn frumsýndur: María sló í gegn í Kringlunni María Ólafsdóttir, Eurovision-fari okkar Íslendinga, hélt tónleika í Kringlunni í dag. Þar frumflutti hún tvö ný lög og tók síðan að sjálfsögðu Unbroken, framlag Íslands í keppninni. 9. maí 2015 14:48 Thomas Lundin sannfærður um að Ísland komist áfram Finnsk Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin segir Eurovision-lag Íslendinga hafa verið betra á íslensku. 16. febrúar 2015 15:53 Eyfi segir Maríu Ólafs verða í einu af þremur efstu sætunum Eyjólfur Kristjánsson og Eurovisionsérfræðingurinn Reynir Þór Eggertsson eru gestir í nýjasta þætti Eurovísis. 29. apríl 2015 15:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Sænsku Eurovision-sérfræðingarnir í upphitunarþætti sænska ríkissjónvarpsins spá Maríu Ólafs góðu gengi í keppninni í Vínarborg í næstu viku. Eric Saade, sem söng lagið Popular fyrir hönd Svía í lokakeppninni árið 2011, hélt vart vatni yfir Maríu og spáir því að hún geti jafnvel unnið alla keppnina. Fjórði og síðasti þáttur Inför Eurovision Song Contest, sem samsvarar til þáttarins Alla leið á RÚV, var á dagskrá sænska ríkissjónvarpsins í kvöld. Sérfræðingarnir hlýddu á framlög tíu landa og gáfu þeim einkunn á bilinu eitt til tíu.Gæti unnið keppnina Eric Saade átti erfitt með sig í sjónvarpsstúdíóinu eftir að þau voru búin að horfa á myndbandið með íslenska laginu. „Virkilega gott lag. Falleg stelpa sem syngur svakalega vel ef við tökum mark á þessu myndbandi. Hún náði mér algerlega með þessum augum sínum. Ég fór bara að svitna. Ef vel tekst til þá held ég að að þessu muni ganga mjög vel. Ég held að þetta gæti unnið keppnina. Þetta fær tíu stig,“ sagði Saade. Hinir sérfræðingarnir voru einnig mjög jákvæðir í garð Maríu og lagsins Unbroken.Minnir á Jóhönnu GuðrúnuSöngkonan Kristin Amparo, sem átti lagið I See You í sænsku undankeppninni, sagði þetta vera gott lag, góð útsetning og góð laglína. „Þetta er í raun ekki minn smekkur, en í samanburði við annað sem við höfum heyrt þá er þetta frábært.“ Hún gaf laginu átta af tíu mögulegum.Sjá einnig: Thomas Lundin sannfærður um að Ísland komist áframChrister Björkman, framkvæmdastjóri sænsku söngvakeppninnar, segir tilfinninguna í laginu minna á lag Jóhönnu Guðrúnar, Is It True, sem keppti árið 2009 og hafnaði í öðru sæti. „Þetta lag getur alveg blandað sér í baráttuna og eitt af fimm efstu sætunum er alls ekki ómögulegt. Ég gef laginu átta stig.“Viðlag sem hljómar enn í kollinumÞáttastjórnandinn og söngkonan Sarah Dawn Finer sagðist einnig vera hrifin af laginu og sérstaklega að það væri einn þráður sem hélt í gegnum allt lagið. „Maður skilur þetta. Viðlagið er öflugt sem hljómar enn í kollinum. Hún syngur vel. Maður vonar svo innilega að hún syngi svona vel á sviði. Það eru mikið af góðum íslenskum söngkonum. Ég gef laginu átta stig.“ Tess Merkel, söngkona sænsku sveitarinnar Alcazar, sagði lagið vera svolítið eins og mintukaramella sem hún gleypi hratt. „Kannski ekki svo áhugaverð mintukaramella en samt mjög frískandi. Ég held að þessu muni ganga vel og gef því níu stig.“ Í lok þáttarins var farið yfir hvaða lönd sem keppa í síðara undankvöldinu sérfræðingarnir spá því að komist áfram. Þau eru: Svíþjóð (allir sérfræðingarnir gáfu Svíum tíu stig), Kýpur, Ísland, Ísrael, Aserbaídsjan, Slóvenía, Svartfjallaland, Írland, Lettland og Noregur.Hægt er að horfa á þáttinn hér á vef sænska ríkissjónvarpsins.
Eurovision Tengdar fréttir Gagnrýnir skipuleggjendur Eurovision: „Ýmislegt sem við eigum að sjá um, en hvernig vitum við ekki enn“ "Fyrir utan upplýsingaleysið þá leggst keppnin öll frekar vel í mig,“ segir Katla Hannesdóttir, sem búsett er í Vínarborg. 7. maí 2015 10:23 Kjóllinn frumsýndur: María sló í gegn í Kringlunni María Ólafsdóttir, Eurovision-fari okkar Íslendinga, hélt tónleika í Kringlunni í dag. Þar frumflutti hún tvö ný lög og tók síðan að sjálfsögðu Unbroken, framlag Íslands í keppninni. 9. maí 2015 14:48 Thomas Lundin sannfærður um að Ísland komist áfram Finnsk Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin segir Eurovision-lag Íslendinga hafa verið betra á íslensku. 16. febrúar 2015 15:53 Eyfi segir Maríu Ólafs verða í einu af þremur efstu sætunum Eyjólfur Kristjánsson og Eurovisionsérfræðingurinn Reynir Þór Eggertsson eru gestir í nýjasta þætti Eurovísis. 29. apríl 2015 15:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Gagnrýnir skipuleggjendur Eurovision: „Ýmislegt sem við eigum að sjá um, en hvernig vitum við ekki enn“ "Fyrir utan upplýsingaleysið þá leggst keppnin öll frekar vel í mig,“ segir Katla Hannesdóttir, sem búsett er í Vínarborg. 7. maí 2015 10:23
Kjóllinn frumsýndur: María sló í gegn í Kringlunni María Ólafsdóttir, Eurovision-fari okkar Íslendinga, hélt tónleika í Kringlunni í dag. Þar frumflutti hún tvö ný lög og tók síðan að sjálfsögðu Unbroken, framlag Íslands í keppninni. 9. maí 2015 14:48
Thomas Lundin sannfærður um að Ísland komist áfram Finnsk Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin segir Eurovision-lag Íslendinga hafa verið betra á íslensku. 16. febrúar 2015 15:53
Eyfi segir Maríu Ólafs verða í einu af þremur efstu sætunum Eyjólfur Kristjánsson og Eurovisionsérfræðingurinn Reynir Þór Eggertsson eru gestir í nýjasta þætti Eurovísis. 29. apríl 2015 15:00