Toyota og Nissan innkalla 6,5 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2015 09:22 Toyota Corolla og Yaris bílar eru á meðal bíla sem innkallaðir verða. Innkallanir á bílum sem eru með gallaða öryggispúða frá japanska framleiðandanum Takata halda enn áfram. Nú hefur Toyota og Nissan ákveðið að innkalla enn eina 6,5 milljón bíla vegna gallans. Toyota innkallar 5 milljónir bíla af Corolla, Yaris og fleiri gerðum og eru 1,27 milljónir þeirra í Evrópu. Nissan innkallar 1,56 milljón bíla og eru 563.000 þeirra í Evrópu. Hjá Honda er líklegt að til frekari innköllunar á bílum með Takata öryggispúða komi á næstunni, en 6 hafa látist í Honda bílum vegan þessara gölluðu púða. Mjög margar kærur vegan þessara galla blasa við Takata frá Bandaríkjunum og Kanada. Hjá Toyota hefur mest áhersla veið lögð á innkallanir bíla sem eru í fylkjum þar sem raki er mikill, svo sem í þeim fylkjum Bandaríkjanna sem liggja að suðurströnd landsins. Er það vegna þess að gallinn kemur fyrr fram í miklum raka. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort eða hve margir bílar á Íslandi heyra undir þessar innkallanir nú. Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent
Innkallanir á bílum sem eru með gallaða öryggispúða frá japanska framleiðandanum Takata halda enn áfram. Nú hefur Toyota og Nissan ákveðið að innkalla enn eina 6,5 milljón bíla vegna gallans. Toyota innkallar 5 milljónir bíla af Corolla, Yaris og fleiri gerðum og eru 1,27 milljónir þeirra í Evrópu. Nissan innkallar 1,56 milljón bíla og eru 563.000 þeirra í Evrópu. Hjá Honda er líklegt að til frekari innköllunar á bílum með Takata öryggispúða komi á næstunni, en 6 hafa látist í Honda bílum vegan þessara gölluðu púða. Mjög margar kærur vegan þessara galla blasa við Takata frá Bandaríkjunum og Kanada. Hjá Toyota hefur mest áhersla veið lögð á innkallanir bíla sem eru í fylkjum þar sem raki er mikill, svo sem í þeim fylkjum Bandaríkjanna sem liggja að suðurströnd landsins. Er það vegna þess að gallinn kemur fyrr fram í miklum raka. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort eða hve margir bílar á Íslandi heyra undir þessar innkallanir nú.
Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent