Hyundai, Volvo og Benz selja bíla á netinu Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2015 10:29 Er framtíðin fólgin í bílkaupum á netinu. Hyundai hóf að selja bíla sína í Bretlandi beint á netinu í nóvember á síðasta ári. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hyggjast gera slíkt hið sama og eru Volvo og Mercedes Benz á meðal þeirra. Volvo hyggst hefja sölu á bílum sínum gegnum netið á þessu ári og á næsta ári verði sölukerfi þeirra á netinu fullmótað. Þetta gerir Volvo eftir að fyrirtækið komst að því með viðamikilli könnun að helmingur kaupenda Volvo bíla geta hugsað sér að kaupa gegnum netið. Volvo reið á vaðið með sölu bíla sinna á netinu þegar það bauð takmarkað upplag af nýja XC90 jeppanum þar í fyrra. Svo vel tókst til að megnið af bílunum sem í boði voru seldust á fyrsta klukkutímanum. Mercedes Benz hefur einnig tekið fyrstu skrefin í sölu bíla sinna á netinu, en hingað til hefur það takmarkast við tvær Evrópuborgir, Hamburg í Þýskalandi og Varsjá í Póllandi. Verð bílanna er það sama og hjá söluumboðum. Netsala þessi er gerð í tilraunaskyni, en er ekki hugsuð til að útrýma sýningarrýmum fyrir Mercedes Benz bíla, eingöngu styðja við þá. Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent
Hyundai hóf að selja bíla sína í Bretlandi beint á netinu í nóvember á síðasta ári. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hyggjast gera slíkt hið sama og eru Volvo og Mercedes Benz á meðal þeirra. Volvo hyggst hefja sölu á bílum sínum gegnum netið á þessu ári og á næsta ári verði sölukerfi þeirra á netinu fullmótað. Þetta gerir Volvo eftir að fyrirtækið komst að því með viðamikilli könnun að helmingur kaupenda Volvo bíla geta hugsað sér að kaupa gegnum netið. Volvo reið á vaðið með sölu bíla sinna á netinu þegar það bauð takmarkað upplag af nýja XC90 jeppanum þar í fyrra. Svo vel tókst til að megnið af bílunum sem í boði voru seldust á fyrsta klukkutímanum. Mercedes Benz hefur einnig tekið fyrstu skrefin í sölu bíla sinna á netinu, en hingað til hefur það takmarkast við tvær Evrópuborgir, Hamburg í Þýskalandi og Varsjá í Póllandi. Verð bílanna er það sama og hjá söluumboðum. Netsala þessi er gerð í tilraunaskyni, en er ekki hugsuð til að útrýma sýningarrýmum fyrir Mercedes Benz bíla, eingöngu styðja við þá.
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent