Volkswagen fjárfestir fyrir 625 milljarða á Spáni Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2015 15:12 Úr verksmiðju Seat á Spáni. Svo virðist sem Spánn sé fyrirheitna landið hjá Volkswagen bílafjölskyldunni þegar kemur að því að smíða nýja bíla fyrirtæksins. Volkswagen ætlar að setja upp 3 nýjar verksmiðjur á Spáni á næstunni, eina þar sem smíðaðir verða Volkswagen bílar, ein fyrir Seat bíla og ein vegna smíði nýs Audi A1, en smíði hans verður flutt frá Belgíu. Seat á Spáni, sem hefur verið í eigu Volkswagen frá árinu 1986, náði að skila 5 milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en á sama tíma í fyrra tapaði Seat 5,4 milljarði króna og hafði þá skilað tapi á fyrsta ársfjórðungi samfellt í 7 ár. Það er því jákvæður viðsnúningur hjá Seat og Leon, Ibiza og Altea bílar Seat seljast nú ákaflega vel. Seat framleiðir þessa þrjá aðalbíla Seat í Martorell á Spáni og þar voru framleiddir 443.000 bílar í fyrra og jókst framleiðslan um 13%. Í verksmiðjunni er hægt að framleiða 500.000 bíla og mun vafalaust slá nærri þeirri tölu í ár. Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent
Svo virðist sem Spánn sé fyrirheitna landið hjá Volkswagen bílafjölskyldunni þegar kemur að því að smíða nýja bíla fyrirtæksins. Volkswagen ætlar að setja upp 3 nýjar verksmiðjur á Spáni á næstunni, eina þar sem smíðaðir verða Volkswagen bílar, ein fyrir Seat bíla og ein vegna smíði nýs Audi A1, en smíði hans verður flutt frá Belgíu. Seat á Spáni, sem hefur verið í eigu Volkswagen frá árinu 1986, náði að skila 5 milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en á sama tíma í fyrra tapaði Seat 5,4 milljarði króna og hafði þá skilað tapi á fyrsta ársfjórðungi samfellt í 7 ár. Það er því jákvæður viðsnúningur hjá Seat og Leon, Ibiza og Altea bílar Seat seljast nú ákaflega vel. Seat framleiðir þessa þrjá aðalbíla Seat í Martorell á Spáni og þar voru framleiddir 443.000 bílar í fyrra og jókst framleiðslan um 13%. Í verksmiðjunni er hægt að framleiða 500.000 bíla og mun vafalaust slá nærri þeirri tölu í ár.
Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent