Hraði og spenna á Porsche Criterium mótinu Finnur Thorlacius skrifar 19. maí 2015 10:35 Þátttakendum fjölgar ár frá ári í Criterium hjólreiðakeppnum hér á landi. Hraði og spenna voru í algleymingi í mjög vel heppnuðu Porsche Criterium mótinu sem fram fór á Völlum í Hafnarfirði á miðvikudaginn síðastliðinn. Mótið var á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur í samstarfi við Bílabúð Benna. Sífellt fleiri eru að uppgötva skemmtanagildi Criterium keppnisfyrirkomulagsins, þátttakendum fjölgar ár frá ári og fjölmargir áhorfendur fylgjast með og fagna á kantinum. Aðstæður til keppni voru nokkuð góðar og hagstæður vindur gerði það að verkum að hraðinn á keppendum var mjög mikill í meðvindi, en allt fór þó vel. Aðstandendur mótsins vilja þakka þeim fjölmörgu þátttakendum og áhorfendum sem lögðu leið sína í Hafnarfjörðinn af þessu tilefni. HFR vill þakka Bílabúð Benna fyrir stuðninginn og alla umgjörð mótsins sem var glæsileg. Ekki má gleyma öllum sjálfboðaliðunum, en svona framkvæmd veltur á þeirra framlagi, þeir fá sérstakar þakkir fyrir frábært starf. Sigurvegarar Porsche Criterium 2015 var Ingvar Ómarsson, Tindi sem sigraði í A-flokki karla. Hann tók fljótlega forustu sem hann lét ekki af hendi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir keppenda sem tóku höndum saman til að reyna að hjóla hann upp. Óskar Örn Ómarsson kom annar í mark og Hákon Hrafn Sigurðsson þriðji. Í kvennaflokki bar María Ögn Guðmundsdóttir HFR sigur úr býtum, en Hrefna Bjarnadóttir HFR varð önnur. Í B-flokki sigraði Elli Cassata í Tindi eftir góðan endasprett við Guðmund Róbert í Bjarti sem hafnaði í öðru sæti. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir Tindi sigraði B-flokki kvenna. Sigurvegari í C-flokki var Jón Gunnar Kristinsson HFR. Það var flott keppni í kvennaflokki þar sem Telma Matthíasdóttir 3SH kom fyrst í mark, önnur var Jórunn Jónsdóttir HFR og í þriðja sæti var Elsa Dóra Gunnarsdóttir HFR. Í A flokki unglinga sigraði Sæmundur Guðmundsson í HFR og í öðru sæti var Gústaf Darrason í Tindi. Í byrjendaflokki unglinga sigraði Kristinn Jónsson í HFR og í öðru sæti var Heiðar Snær Rögnvaldsson í HFR. Krýndir voru sprettmeistarar kvenna og karla. Ingvar Ómarsson (Tindur) og María Ögn (HFR) voru hlutskörpust að þessu sinni. Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent
Hraði og spenna voru í algleymingi í mjög vel heppnuðu Porsche Criterium mótinu sem fram fór á Völlum í Hafnarfirði á miðvikudaginn síðastliðinn. Mótið var á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur í samstarfi við Bílabúð Benna. Sífellt fleiri eru að uppgötva skemmtanagildi Criterium keppnisfyrirkomulagsins, þátttakendum fjölgar ár frá ári og fjölmargir áhorfendur fylgjast með og fagna á kantinum. Aðstæður til keppni voru nokkuð góðar og hagstæður vindur gerði það að verkum að hraðinn á keppendum var mjög mikill í meðvindi, en allt fór þó vel. Aðstandendur mótsins vilja þakka þeim fjölmörgu þátttakendum og áhorfendum sem lögðu leið sína í Hafnarfjörðinn af þessu tilefni. HFR vill þakka Bílabúð Benna fyrir stuðninginn og alla umgjörð mótsins sem var glæsileg. Ekki má gleyma öllum sjálfboðaliðunum, en svona framkvæmd veltur á þeirra framlagi, þeir fá sérstakar þakkir fyrir frábært starf. Sigurvegarar Porsche Criterium 2015 var Ingvar Ómarsson, Tindi sem sigraði í A-flokki karla. Hann tók fljótlega forustu sem hann lét ekki af hendi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir keppenda sem tóku höndum saman til að reyna að hjóla hann upp. Óskar Örn Ómarsson kom annar í mark og Hákon Hrafn Sigurðsson þriðji. Í kvennaflokki bar María Ögn Guðmundsdóttir HFR sigur úr býtum, en Hrefna Bjarnadóttir HFR varð önnur. Í B-flokki sigraði Elli Cassata í Tindi eftir góðan endasprett við Guðmund Róbert í Bjarti sem hafnaði í öðru sæti. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir Tindi sigraði B-flokki kvenna. Sigurvegari í C-flokki var Jón Gunnar Kristinsson HFR. Það var flott keppni í kvennaflokki þar sem Telma Matthíasdóttir 3SH kom fyrst í mark, önnur var Jórunn Jónsdóttir HFR og í þriðja sæti var Elsa Dóra Gunnarsdóttir HFR. Í A flokki unglinga sigraði Sæmundur Guðmundsson í HFR og í öðru sæti var Gústaf Darrason í Tindi. Í byrjendaflokki unglinga sigraði Kristinn Jónsson í HFR og í öðru sæti var Heiðar Snær Rögnvaldsson í HFR. Krýndir voru sprettmeistarar kvenna og karla. Ingvar Ómarsson (Tindur) og María Ögn (HFR) voru hlutskörpust að þessu sinni.
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent