Vilja sekta of hæga ökumenn Finnur Thorlacius skrifar 5. maí 2015 09:11 Bílaumferð í Washington. Fyrir fylkisþinginu í Washington fylki í Bandaríkjunum liggur nú frumvarp sem gefur lögreglunni í fylkinu meiri heimildir til að sekta ökumenn sem aka of hægt á vinstri akrein á fjölfarnari vegum. Þessum lögum er ætlað að stöðva hættulegan og hægan akstur ökumanna sem ekki taka tillit til annarra í umferðinni. Í lögunum eru tilgreindar þær sektir sem ökumenn mega eiga von á ef þeir aka á vinstri akrein undir leyfilegum hámarkshraða. Ökumenn sem aka 2-8 km/klst undir hámarkhraða á vinstri akrein fá 27 dollara sekt. Þeir sem aka á 9-16 km/klst undir hámarkshraða fá 37 dollara sekt, 52 dollara fyrir 17-25 km/klst, og 67 dollara fyrr 26-32 km/klst undir hámarkshraða. Í Washington fylki er mikil hefð fyrir því að kenna ökumönnum góða siði í umferðinni og þar hafa mörg lög orðið fyrst af veruleika sem snúa að því, svo sem að sekta fyrir að vera staðinn að símskilaboðasendingum í akstri og að leggja í stæði sem ætluð eru fyrir rafmagnsbíla. Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent
Fyrir fylkisþinginu í Washington fylki í Bandaríkjunum liggur nú frumvarp sem gefur lögreglunni í fylkinu meiri heimildir til að sekta ökumenn sem aka of hægt á vinstri akrein á fjölfarnari vegum. Þessum lögum er ætlað að stöðva hættulegan og hægan akstur ökumanna sem ekki taka tillit til annarra í umferðinni. Í lögunum eru tilgreindar þær sektir sem ökumenn mega eiga von á ef þeir aka á vinstri akrein undir leyfilegum hámarkshraða. Ökumenn sem aka 2-8 km/klst undir hámarkhraða á vinstri akrein fá 27 dollara sekt. Þeir sem aka á 9-16 km/klst undir hámarkshraða fá 37 dollara sekt, 52 dollara fyrir 17-25 km/klst, og 67 dollara fyrr 26-32 km/klst undir hámarkshraða. Í Washington fylki er mikil hefð fyrir því að kenna ökumönnum góða siði í umferðinni og þar hafa mörg lög orðið fyrst af veruleika sem snúa að því, svo sem að sekta fyrir að vera staðinn að símskilaboðasendingum í akstri og að leggja í stæði sem ætluð eru fyrir rafmagnsbíla.
Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent