Tévez tryggði Juve sigur á Real Madrid | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2015 15:04 Carlos Tévez fagnar sigurmarkinu sínu. Vísir/Getty Ítölsku meistararnir í Juventus unnu 2-1 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid í næstu viku. Carlos Tévez skoraði sigurmark Juventus úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur en Argentínumaðurinn átti einnig mikinn þátt í fyrra marki ítölsku meistarana. Tévez er kominn með sjö mörk í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Cristiano Ronaldo skoraði mark Real Madrid og bætti þar með met sitt og Lionel Messi yfir flest mörk í sögu Meistaradeildarinnar en hann hefur nú skoraði 76 mörk í deild þeirra bestu. Messi er einu marki á eftir en getur bætt úr því á móti Bayern München annað kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og bæði liðin fengu tækifæri til að bæta við mörkum. Knattspyrnuáhugafólk getur því byrjað að hlakka til seinni leiksins. Juventus byrjaði leikinn frábærlega og var þegar búið að fá fínasta færi þegar Álvaro Morata kom liðinu í 1-0 á 8. mínútu. Morata fylgdi þá eftir þegar Iker Casillas hálfvarði skot frá Carlos Tévez. Hápressa Juventus og flott spilamennska ítölsku meistarana entist þó ekki út allan hálfleikinn og smá saman komst Real Madrid liðið meira og meira inn í leikinn. Cristiano Ronaldo jafnaði metin á 27. mínútu með skalla af stuttu færi eftir flotta stoðsendingu frá James Rodríguez. Auðvelt mark fyrir Portúgalann en gríðarlega mikilvægt fyrir spænska liðið. James Rodríguez var ótrúlega nálægt því að koma Real Madrid yfir á 41. mínútu þegar hann skallaði í slánna af tveggja metra færi eftir fyrirgjöf frá Isco. Marcelo átti möguleika á því að skora úr frákastinu en skaut yfir. Carlos Tévez fiskaði víti eftir magnaða skyndisókn þar sem Tevez fékk boltann á eigin vallarhelmingi þegar félagar hans hreinsuðu boltann frá eftir hornspyrnu Real Madrid. Tevez tók vítið sjálfur og skoraði örugglega. Juventus var því komið yfir á 58. mínútu leiksins. Fernando Llorente kom inná sem varamaður og fékk tækifæri til að skora þriðja mark Juventus þar á meðal skallafæri eftir aukaspyrnu Andrea Pirlo í uppbótartíma. Fleiri mörk litu þó ekki dagsins ljós og Juventus fagnaði sigri. Real Madrid skoraði hinsvegar mikilvægt útivallarmark og það er því mikil spenna fyrir seinni leikinn á Santiago Bernabéu í Madrid.Juventus kemst í 1-0 - Álvaro Morata Real Madrid jafnar í 1-1 - Cristiano Ronaldo Juventus kemst yfir í 2-1 - Carlos Tévez Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira
Ítölsku meistararnir í Juventus unnu 2-1 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid í næstu viku. Carlos Tévez skoraði sigurmark Juventus úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur en Argentínumaðurinn átti einnig mikinn þátt í fyrra marki ítölsku meistarana. Tévez er kominn með sjö mörk í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Cristiano Ronaldo skoraði mark Real Madrid og bætti þar með met sitt og Lionel Messi yfir flest mörk í sögu Meistaradeildarinnar en hann hefur nú skoraði 76 mörk í deild þeirra bestu. Messi er einu marki á eftir en getur bætt úr því á móti Bayern München annað kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og bæði liðin fengu tækifæri til að bæta við mörkum. Knattspyrnuáhugafólk getur því byrjað að hlakka til seinni leiksins. Juventus byrjaði leikinn frábærlega og var þegar búið að fá fínasta færi þegar Álvaro Morata kom liðinu í 1-0 á 8. mínútu. Morata fylgdi þá eftir þegar Iker Casillas hálfvarði skot frá Carlos Tévez. Hápressa Juventus og flott spilamennska ítölsku meistarana entist þó ekki út allan hálfleikinn og smá saman komst Real Madrid liðið meira og meira inn í leikinn. Cristiano Ronaldo jafnaði metin á 27. mínútu með skalla af stuttu færi eftir flotta stoðsendingu frá James Rodríguez. Auðvelt mark fyrir Portúgalann en gríðarlega mikilvægt fyrir spænska liðið. James Rodríguez var ótrúlega nálægt því að koma Real Madrid yfir á 41. mínútu þegar hann skallaði í slánna af tveggja metra færi eftir fyrirgjöf frá Isco. Marcelo átti möguleika á því að skora úr frákastinu en skaut yfir. Carlos Tévez fiskaði víti eftir magnaða skyndisókn þar sem Tevez fékk boltann á eigin vallarhelmingi þegar félagar hans hreinsuðu boltann frá eftir hornspyrnu Real Madrid. Tevez tók vítið sjálfur og skoraði örugglega. Juventus var því komið yfir á 58. mínútu leiksins. Fernando Llorente kom inná sem varamaður og fékk tækifæri til að skora þriðja mark Juventus þar á meðal skallafæri eftir aukaspyrnu Andrea Pirlo í uppbótartíma. Fleiri mörk litu þó ekki dagsins ljós og Juventus fagnaði sigri. Real Madrid skoraði hinsvegar mikilvægt útivallarmark og það er því mikil spenna fyrir seinni leikinn á Santiago Bernabéu í Madrid.Juventus kemst í 1-0 - Álvaro Morata Real Madrid jafnar í 1-1 - Cristiano Ronaldo Juventus kemst yfir í 2-1 - Carlos Tévez
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira