Audi A6 L E-Tron í Shanghai Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2015 09:15 Audi A6 L E-Tron. Audi fjölgar sífellt tvíorkubílum sínum og sýndi þann nýjasta, Audi A6 L E-Tron, á bílasýningunni í Shanghai um daginn. Þar fer bíll með uppgefna 2,2 lítra eyðslu en drifrásin samanstendur af 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu og rafmótorum. Bensínvélin skilar 211 hestöflum og rafmótorarnir 122 hestöflum, en sameiginlegt afl er þó takmarkað við 245 hestöfl. Hann er 8,4 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 210 km/klst. Þessi lengdi Audi A6 kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafmagninu eingöngu og hann nær 135 km hraða þannig, en meiri hraði krefst aðstoðar bensínvélarinnar. Þessi nýja útfærsla Audi A6 er í fyrstu eingöngu ætluð Kínamarkaði og þar sem Audi framleiðir nú þegar lengda gerð Audi A6 í Kína, er þessi bíll rökrétt framhald. Audi A6 L E-Tron er einn af þremur tvíorkubílum sem Audi sýnir nú á bílasýningunni í Shanghai, en hinir tveir eru Audi Q7 E-Tron og Audi Prologue Allroad Concept. Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent
Audi fjölgar sífellt tvíorkubílum sínum og sýndi þann nýjasta, Audi A6 L E-Tron, á bílasýningunni í Shanghai um daginn. Þar fer bíll með uppgefna 2,2 lítra eyðslu en drifrásin samanstendur af 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu og rafmótorum. Bensínvélin skilar 211 hestöflum og rafmótorarnir 122 hestöflum, en sameiginlegt afl er þó takmarkað við 245 hestöfl. Hann er 8,4 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 210 km/klst. Þessi lengdi Audi A6 kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafmagninu eingöngu og hann nær 135 km hraða þannig, en meiri hraði krefst aðstoðar bensínvélarinnar. Þessi nýja útfærsla Audi A6 er í fyrstu eingöngu ætluð Kínamarkaði og þar sem Audi framleiðir nú þegar lengda gerð Audi A6 í Kína, er þessi bíll rökrétt framhald. Audi A6 L E-Tron er einn af þremur tvíorkubílum sem Audi sýnir nú á bílasýningunni í Shanghai, en hinir tveir eru Audi Q7 E-Tron og Audi Prologue Allroad Concept.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent