Audi A6 L E-Tron í Shanghai Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2015 09:15 Audi A6 L E-Tron. Audi fjölgar sífellt tvíorkubílum sínum og sýndi þann nýjasta, Audi A6 L E-Tron, á bílasýningunni í Shanghai um daginn. Þar fer bíll með uppgefna 2,2 lítra eyðslu en drifrásin samanstendur af 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu og rafmótorum. Bensínvélin skilar 211 hestöflum og rafmótorarnir 122 hestöflum, en sameiginlegt afl er þó takmarkað við 245 hestöfl. Hann er 8,4 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 210 km/klst. Þessi lengdi Audi A6 kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafmagninu eingöngu og hann nær 135 km hraða þannig, en meiri hraði krefst aðstoðar bensínvélarinnar. Þessi nýja útfærsla Audi A6 er í fyrstu eingöngu ætluð Kínamarkaði og þar sem Audi framleiðir nú þegar lengda gerð Audi A6 í Kína, er þessi bíll rökrétt framhald. Audi A6 L E-Tron er einn af þremur tvíorkubílum sem Audi sýnir nú á bílasýningunni í Shanghai, en hinir tveir eru Audi Q7 E-Tron og Audi Prologue Allroad Concept. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent
Audi fjölgar sífellt tvíorkubílum sínum og sýndi þann nýjasta, Audi A6 L E-Tron, á bílasýningunni í Shanghai um daginn. Þar fer bíll með uppgefna 2,2 lítra eyðslu en drifrásin samanstendur af 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu og rafmótorum. Bensínvélin skilar 211 hestöflum og rafmótorarnir 122 hestöflum, en sameiginlegt afl er þó takmarkað við 245 hestöfl. Hann er 8,4 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 210 km/klst. Þessi lengdi Audi A6 kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafmagninu eingöngu og hann nær 135 km hraða þannig, en meiri hraði krefst aðstoðar bensínvélarinnar. Þessi nýja útfærsla Audi A6 er í fyrstu eingöngu ætluð Kínamarkaði og þar sem Audi framleiðir nú þegar lengda gerð Audi A6 í Kína, er þessi bíll rökrétt framhald. Audi A6 L E-Tron er einn af þremur tvíorkubílum sem Audi sýnir nú á bílasýningunni í Shanghai, en hinir tveir eru Audi Q7 E-Tron og Audi Prologue Allroad Concept.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent