
En fyrst skulum við átta okkur á sögu lagsins Uptown Funk áður en farið verður í brauðþurra sundurliðun á greiðslum til hvers höfundar í teyminu sem telur ellefu manns.
Í upphafi voru fjórir skráðir fyrir laginu. Bretinn Mark Ronson, en lagið er að finna á plötu hans Uptown Special, bandaríski tónlistarmaðurinn Bruno Mars, Phillip Lawrence, sem tilheyrir The Smeezington-teyminu ásamt Bruno Mars, og Jeffrey Bhasker, sem hefur unnið til Grammy-tónlistarverðlauna fyrir aðkomu sína að lögunum Run This Town, með Jay Z, All of the Lights, með Kanye West og We Are Young, með hljómsveitinni Fun.
Sjá einnig:Bæta höfundum við Uptown Funk í skugga Blurred Lines-dómsins
Fengu línu lánaða frá rappara
Þeir ákváðu að fyrra bragði að hafa samband við bandaríska rapparann Trinidad James, sem heitir Nicholas Williams, og framleiðandann Devon Gallapsy til að bjóða þeim stefgjöld af laginu Uptown Funk því þegar fjórmenningarnir sömdu texta smellsins studdust þeir við texta lags Trinidad James sem nefnist All Gold Everything. Um er að ræða línuna: „Don´t believe me just watch.“
Fjórmenningarnir fengu þá hver 21,26 prósent hlutdeild í laginu en Trinidad og Gallapsy þurftu að skipta á milli sín 15 prósentum.
Þá er komið að hlut bandarísku sveitarinnar The Gap Band sem náði nýverið samkomulagi við Ronson og félaga. Sveitin hélt því fram að fjórmenningarnir hefði notast við stef úr lagi hennar frá árinu 1979 sem nefnist Oops, Up Side Your Head. Fór svo að Charlie, Ronnie og Robert Wilson var bætt við í höfundateymi Uptown Funk ásamt hljómborðs-leikaranum Rudolph Taylor og Lonnie Simmons.
Þessir fimm þurfa að skipta á milli sín 17 prósentum af tekjum lagsins en við það fór hlutdeild upprunalegu höfunda Uptown Funk niður í 17 prósent á haus.
- Bhasker/SonyATV: 142.000 dollarar (18 milljónir íslenskar)
- Gallaspy/SonyATV: 63.000 dollarar (8,2 milljónir íslenskar)
- GAP Band/Minder: 142.000 dollarar (18 milljónir íslenskar)
- Lawrence: 142.000 dollarar (18 milljónir íslenskar)
- Trinidad James/Trinlanta: 47.250 dollarar (6,1 milljón íslenskar)
- Trinidad James Record label/TIG7 Publishing: 15.750 dollarar (2 milljónir íslenskar)
- Mars/Mars Force Music/BMG Chrysalis: 124.949 dollarar (16,2 milljónir íslenskar)
- Mars/Northside Independent Music/Warner/Chappel Music: 17.850 dollarar (2,3 milljónir íslenskar)