
„Það eru allir velkomnir, æfingarnar henta öllum og eru fyrir alla. Sama í hvaða formi þú ert, hvort sem þú ert sófakartafla og vilt snúa við blaðinu eða íþróttamaður í toppformi. Allir eru mættir til að hreyfa sig, taka vel á því, ná árangri, ýta sér út fyrir þægindarammann og síðast en ekki síst að hitta vini síni og njóta þess að svitna saman,“ segir Rakel.

Rakel náði ótrúlegum árangri og þakkar góðri hvatningu frá vinum og ókunnugu fólki á æfingum. „Þessi frábæra tilfinning eftir góða æfingu togaði mann á lappir á morgnana og að vita að brosandi fólk beið mín, meira að segja þegar frostið fór niður í 15-20 stig yfir veturinn.“
Hvað segir Rakel við fólk sem kýs að sofa lengur en hefði gott af því að mæta?
„Ef þú vilt koma þér í form eru engar afsakanir gildar. Það eru algjör lífsgæði að geta staðið upp úr rúmini, klætt sig í hlaupagallann, reimað á sig skóna og farið út. Af hverju að nýta ekki þessi lífsgæði ef þau eru fyrir hendi?“
Áform hittist alla miðvikudagsmorgna við aðalbyggingu Háskóla Íslands og á föstudagsmorgnum við Hallgrímskirkju. Æfingar byrja á slaginu hálf sjö og er tekið á því í 40 mínútur. Allir eru velkomnir og það kostar ekkert.
Áform á Facebook og Instagram