Arnar: Barátta umfram gæði í „Glasgow“-slag KR og FH Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2015 11:30 Arnar Grétarsson stýrir Breiðabliki í fyrsta sinn í efstu deild í kvöld. vísir/ernir „Ég er með smá hnút í maganum rétt eins og maður væri að fara að spila. Ég er búinn að telja niður dagana í þennan leik,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi. Arnar og lærisveinar hans fara loks af stað í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld þegar þeir heimsækja Fylki í lokaleik fyrstu umferðar. Þetta verður fyrsti leikur Arnars sem þjálfari í Pepsi-deildinni.Sjá einnig:Hjörvar: Voru Fylkismenn að kaupa sér tíma vegna meiðsla Alberts Ingasonar? Leiknum var frestað frá sunnudegi til fimmtudags vegna vallarskilyrða í Árbænum, en vallarstjóri Fylkismanna útskýrði ástæðuna að hluta til í samtali við Vísi í gær. „Maður pirraði sig á þessu fyrstu dagana enda fannst mér með ólíkindum að KSÍ samþykkti þetta. En þetta er bara svona. Við spilum þennan leik og nú einbeitum við okkur alfarið að honum,“ segir Arnar.Blikar eru Lengjubikarmeistarar.vísir/andri marinóEkki eins og í Fífunni Fyrrverandi landsliðsmaðurinn fer vel af stað sem þjálfari Breiðabliks, en undir hans stjórn vann liðið tvo titla á undirbúningstímabilinu; Fótbolti.net-mótið og Lengjubikarinn. En nú hefst alvaran.Sjá einnig:Ásmundur: Þeir eru kræfir í Pepsi-mörkunum „Þetta verður djöfull erfiður leikur sem getur farið hvernig sem er. Þetta verður öðruvísi leikir en þeir sem við höfum spilað í Fífunni. Ég á ekki von á neinu teppi í Árbænum. Menn verða bara vera klárir í bardaga,“ segir Arnar. Arnar fylgdist með fyrstu umferðinni og býst við baráttuleik í kvöld þar sem veður- og vallarskilyrði verða eflaust ekki eins og best verður á kosið.Sören Frederiksen reynir að komast framhjá Böðvari „löpp“ Böðvarssyni.vísir/stefánEins og „Glasgow“-slagur Hann sá vitaskuld stórleik KR og FH á mánudagskvöldið sem FH vann, 3-1. Að hans mati var ekki mikill fótbolti spilaður þar, en kalt og vindasamt vorið spilaði þar inn í. „Það kom mér svolítið á óvart hvað það var rosalega lítið reynt að spila í þeim leik. FH-liðið kom mér til dæmis svakalega á óvart. Það var greinilega uppleggið hjá KR að koma inn af fullum krafti og taka FH út með látum, en ég bjóst við öðru af FH,“ segir Arnar. „Ég sá líka leik ÍA og Stjörnunnar. Völlurinn upp á Skaga var í ívið betra ástandi og þar var meiri fótbolti spilaður. Vitaskuld getur þetta farið eftir aðstæðum.“ „Sá leikur sem minnstur fótbolti var spilaður var hjá KR og FH. Aftur á móti var mesta tempóið í þeim leik og menn fengu hvað minnstan tíma á boltanum.“ „Þetta minnti mig svolítið á Glasgow-slag á milli Rangers og Celtic. Inn á vellinum voru gæðaleikmenn en samt duttu bæði lið rosalega mikið í þann pakka að berjast frekar en að spila fótbolta. Það eru gæði í báðum liðum en þau komu ekki fram,“ segir Arnar Grétarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
„Ég er með smá hnút í maganum rétt eins og maður væri að fara að spila. Ég er búinn að telja niður dagana í þennan leik,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi. Arnar og lærisveinar hans fara loks af stað í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld þegar þeir heimsækja Fylki í lokaleik fyrstu umferðar. Þetta verður fyrsti leikur Arnars sem þjálfari í Pepsi-deildinni.Sjá einnig:Hjörvar: Voru Fylkismenn að kaupa sér tíma vegna meiðsla Alberts Ingasonar? Leiknum var frestað frá sunnudegi til fimmtudags vegna vallarskilyrða í Árbænum, en vallarstjóri Fylkismanna útskýrði ástæðuna að hluta til í samtali við Vísi í gær. „Maður pirraði sig á þessu fyrstu dagana enda fannst mér með ólíkindum að KSÍ samþykkti þetta. En þetta er bara svona. Við spilum þennan leik og nú einbeitum við okkur alfarið að honum,“ segir Arnar.Blikar eru Lengjubikarmeistarar.vísir/andri marinóEkki eins og í Fífunni Fyrrverandi landsliðsmaðurinn fer vel af stað sem þjálfari Breiðabliks, en undir hans stjórn vann liðið tvo titla á undirbúningstímabilinu; Fótbolti.net-mótið og Lengjubikarinn. En nú hefst alvaran.Sjá einnig:Ásmundur: Þeir eru kræfir í Pepsi-mörkunum „Þetta verður djöfull erfiður leikur sem getur farið hvernig sem er. Þetta verður öðruvísi leikir en þeir sem við höfum spilað í Fífunni. Ég á ekki von á neinu teppi í Árbænum. Menn verða bara vera klárir í bardaga,“ segir Arnar. Arnar fylgdist með fyrstu umferðinni og býst við baráttuleik í kvöld þar sem veður- og vallarskilyrði verða eflaust ekki eins og best verður á kosið.Sören Frederiksen reynir að komast framhjá Böðvari „löpp“ Böðvarssyni.vísir/stefánEins og „Glasgow“-slagur Hann sá vitaskuld stórleik KR og FH á mánudagskvöldið sem FH vann, 3-1. Að hans mati var ekki mikill fótbolti spilaður þar, en kalt og vindasamt vorið spilaði þar inn í. „Það kom mér svolítið á óvart hvað það var rosalega lítið reynt að spila í þeim leik. FH-liðið kom mér til dæmis svakalega á óvart. Það var greinilega uppleggið hjá KR að koma inn af fullum krafti og taka FH út með látum, en ég bjóst við öðru af FH,“ segir Arnar. „Ég sá líka leik ÍA og Stjörnunnar. Völlurinn upp á Skaga var í ívið betra ástandi og þar var meiri fótbolti spilaður. Vitaskuld getur þetta farið eftir aðstæðum.“ „Sá leikur sem minnstur fótbolti var spilaður var hjá KR og FH. Aftur á móti var mesta tempóið í þeim leik og menn fengu hvað minnstan tíma á boltanum.“ „Þetta minnti mig svolítið á Glasgow-slag á milli Rangers og Celtic. Inn á vellinum voru gæðaleikmenn en samt duttu bæði lið rosalega mikið í þann pakka að berjast frekar en að spila fótbolta. Það eru gæði í báðum liðum en þau komu ekki fram,“ segir Arnar Grétarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira