Volkswagen C Coupe GTE í Shanghai Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2015 09:28 Volkswagen C Coupe GTE. Autoblog Volkswagen kynnir nú nýjan bíl á bílasýningunni í Shanghai, en hún hófst í dag. Þessi bíll er hugsaður fyrir Kínamarkað og því er að sjálfsögðu hugsað mest fyrir því að pláss fyrir aftursætisfarþega sé sem best úr garði gert, en efnuðum Kínverjum er tamt að láta aðra keyra fyrir sig. Volkswagen C Coupe GTE er stór bíll sem byggður er á sama undirvagni og Audi A6 og á stærð við hann. Hann er tvíorkubíll með bensínvél og rafmótora sem samtals skila 242 hestöflum. Fyrstu 50 kílómetrana getur Volkswagen C Coupe GTE farið eingöngu á rafmagni og á allt að 130 km hraða. Uppgefin eyðsla bílsins er 2,3 lítrar á hverja 100 kílómetra og með fullan tank kemst bíllinn heila 1.100 kílómetra. Ekki ætti að fara illa um aftursætisfarþega í Volkswagen C Coupe GTE. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent
Volkswagen kynnir nú nýjan bíl á bílasýningunni í Shanghai, en hún hófst í dag. Þessi bíll er hugsaður fyrir Kínamarkað og því er að sjálfsögðu hugsað mest fyrir því að pláss fyrir aftursætisfarþega sé sem best úr garði gert, en efnuðum Kínverjum er tamt að láta aðra keyra fyrir sig. Volkswagen C Coupe GTE er stór bíll sem byggður er á sama undirvagni og Audi A6 og á stærð við hann. Hann er tvíorkubíll með bensínvél og rafmótora sem samtals skila 242 hestöflum. Fyrstu 50 kílómetrana getur Volkswagen C Coupe GTE farið eingöngu á rafmagni og á allt að 130 km hraða. Uppgefin eyðsla bílsins er 2,3 lítrar á hverja 100 kílómetra og með fullan tank kemst bíllinn heila 1.100 kílómetra. Ekki ætti að fara illa um aftursætisfarþega í Volkswagen C Coupe GTE.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent