Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Atli Ísleifsson skrifar 21. apríl 2015 10:32 Yfirvöld í aðildarríkjum Evrópusambandsins munu skrá fingraför allra flóttamanna. Vísir/AFP Utanríkis- og innanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu í gær viðbragðsáætlun í tíu liðum sem miðar að því að koma í veg fyrir fleiri harmleiki tengdum bátsferðum flóttafólks frá norðurströnd Afríku til Evrópu. Ráðherrarnir komu saman til fundar í gær eftir að um átta hundruð manns drukknuðu eftir að illa búinn og ofhlaðinn bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina.Á vef framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins má sjá áætluna:Að styrkja sameiginlegar aðgerðir í Miðjarðarhafi, fyrst og fremst Triton og Poseidon, með því að auka fjárframlög til þeirra og búnað. Evrópusambandið mun einnig stækka eftirlitssvæði sitt í Miðjarðarhafi.Sambandið mun vinna kerfisbundið að því að hafa uppi á og eyðileggja þá báta sem smyglarar hyggjast notast við til að ferja flóttafólk yfir Miðjarðarhaf. Notast skal við „Atalanta“, verkefni ESB undan strönd Sómalíu þar sem unnið er að því að draga úr sjóránum, sem fyrirmynd. Embættismenn ESB segja þetta bæði verð aborgaralegt og hernaðarlegt verkefni, en gáfu engar frekari upplýsingar.Fulltrúar EUROPOL, Landamærastofnunar Evrópu og Flóttamannastofnunar Evrópu og saksóknarar munu funda reglulega og vinna saman að því að safna upplýsingum um smyglara, þar á meðal kortleggja fjármögnunarleiðir þeirra.Flóttamannahjálp Evrópusambandins mun senda teymi til Ítalíu og Grikklands sem munu vinna í sameiningu að öllum hælisumsóknum.Yfirvöld í aðildarríkjum Evrópusambandsins munu skrá fingraför allra flóttamanna.Evrópusambandið mun íhuga að koma upp sérstöku verklagi sem snýr að „flutningi flóttafólks“.Evrópusambandið mun hleypa af stökkunum nýju tilraunaverkefni, sem snýr að því að bjóða flóttamönnum möguleika á að setjast að á nokkrum stöðum í álfunni.Frontex, landamærafrofnun ESB, hyggst koma á nýrri flýtiáætlun til að senda ólöglega flóttamenn aftur til baka.Framkvæmdastjórn ESB hyggst auka samskipti sín við yfirvöld í nágrannaríkjum Líbíu.Evrópusambandið hyggst senda út sérstaka fulltrúa til erlendra ríkja til að safna upplýsingum um straum flóttamanna og efla hlutverk sendinefnda ESB. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, boðaði í gær til neyðarfundar hjá leiðtogum aðildarríkjanna til að ræða vandann. Munu þeir funda í Brussel á fimmtudaginn. Flóttamenn Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira
Utanríkis- og innanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu í gær viðbragðsáætlun í tíu liðum sem miðar að því að koma í veg fyrir fleiri harmleiki tengdum bátsferðum flóttafólks frá norðurströnd Afríku til Evrópu. Ráðherrarnir komu saman til fundar í gær eftir að um átta hundruð manns drukknuðu eftir að illa búinn og ofhlaðinn bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina.Á vef framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins má sjá áætluna:Að styrkja sameiginlegar aðgerðir í Miðjarðarhafi, fyrst og fremst Triton og Poseidon, með því að auka fjárframlög til þeirra og búnað. Evrópusambandið mun einnig stækka eftirlitssvæði sitt í Miðjarðarhafi.Sambandið mun vinna kerfisbundið að því að hafa uppi á og eyðileggja þá báta sem smyglarar hyggjast notast við til að ferja flóttafólk yfir Miðjarðarhaf. Notast skal við „Atalanta“, verkefni ESB undan strönd Sómalíu þar sem unnið er að því að draga úr sjóránum, sem fyrirmynd. Embættismenn ESB segja þetta bæði verð aborgaralegt og hernaðarlegt verkefni, en gáfu engar frekari upplýsingar.Fulltrúar EUROPOL, Landamærastofnunar Evrópu og Flóttamannastofnunar Evrópu og saksóknarar munu funda reglulega og vinna saman að því að safna upplýsingum um smyglara, þar á meðal kortleggja fjármögnunarleiðir þeirra.Flóttamannahjálp Evrópusambandins mun senda teymi til Ítalíu og Grikklands sem munu vinna í sameiningu að öllum hælisumsóknum.Yfirvöld í aðildarríkjum Evrópusambandsins munu skrá fingraför allra flóttamanna.Evrópusambandið mun íhuga að koma upp sérstöku verklagi sem snýr að „flutningi flóttafólks“.Evrópusambandið mun hleypa af stökkunum nýju tilraunaverkefni, sem snýr að því að bjóða flóttamönnum möguleika á að setjast að á nokkrum stöðum í álfunni.Frontex, landamærafrofnun ESB, hyggst koma á nýrri flýtiáætlun til að senda ólöglega flóttamenn aftur til baka.Framkvæmdastjórn ESB hyggst auka samskipti sín við yfirvöld í nágrannaríkjum Líbíu.Evrópusambandið hyggst senda út sérstaka fulltrúa til erlendra ríkja til að safna upplýsingum um straum flóttamanna og efla hlutverk sendinefnda ESB. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, boðaði í gær til neyðarfundar hjá leiðtogum aðildarríkjanna til að ræða vandann. Munu þeir funda í Brussel á fimmtudaginn.
Flóttamenn Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira