Þeir Davíð Arnar Oddgeirsson, Arnar Þór Þórsson og Brynjólfur Löve eru mennirnir á bak við Illa Farnir og þeir hafa undanfarinn vetur ferðast um landið og skemmt sér og öðrum í leiðinni. Næst á dagskrá er Austurland.
Meðal þess sem þeir rekast á þar eru flugvélarbrak, hreindýr, sjávarfang og fjöldi annara hluta sem hægt er að finna á Austurlandi. Stutta stiklu af því sem koma skjal má sjá hér í fréttinni en þættirnir í heild sinni mæta innan skamms á Vísi.
Illa farnir mættir á Austurland
Tengdar fréttir

Enduðu daginn á blysför til Ísafjarðar
Strákarnir í Illa farnir renna sér í púðrinu á Ísafirði og spreyta sig í keppni á gönguskíðum.

Létu illum látum í lægðinni í Reykjavík
„Við ákváðum að finna skemmtilega leið til að eyða tveimur dögum í Reykjavík. Þetta endaði á því að verða blautur þáttur, eins og þeir eiga að vera,“ segir Davíð.

Epísk ferð til Ibiza-fjarðar endar í „bromance“
Strákarnir eru í miklu stuði í þessum þætti af Illa farnir. Enda er stefnan sett á Ibiza-fjörð, eins og þeir kalla Ísafjörð.