Viðskipti erlent

Tesco tapaði 1.300 milljörðum króna

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Félagið stendur illa eftir að hafa tapað markaðshlutdeild.
Félagið stendur illa eftir að hafa tapað markaðshlutdeild. Vísir/AFP
Tesco, stærsta smásölukeðja Bretlandseyja, tapaði 6,4 milljörðum punda á síðasta rekstrarári. Það er jafnvirði 1.317 milljarða króna. Þetta er versta rekstrarafkoma félagsins í 96 ára sögu þess en fá dæmi eru um jafn mikið tap hjá bresku fyrirtæki.

Samkvæmt Retures dróst söluhagnaður félagsins saman um 60 prósent. Búast má við með öðrum eins samdrætti á yfirstandandi rekstrarári. Verðstríð hefur geisað á matvörumarkaði í Bretlandi undanfarið og hefur Tesco tapað markaðshlutdeild til ódýrari verslana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×