Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn fyrir Hammarby sem vann 2-1 sigur á Åtvidabergs í eina leik dagsins í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Linus Hallenius og Nahir Besara skoruðu mörk Hammarby með þriggja mínútna millibili í fyrri hálfleik. John Owoeri minnkaði muninn á 52. mínútu en nær komust gestirnir ekki.
Hammarby, sem er nýliði í deildinni, hefur farið vel af stað og situr í 3. sæti með 10 stig eftir fimm leiki.
Birkir hefur leikið alla fimm leiki Hammarby í deildinni frá upphafi til enda.
Birkir Már og félagar fara vel af stað
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Íslenski boltinn
