Lóan boðar komu sumars í Gamla Bíó: "Þetta verður rosaleg keyrsla“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. apríl 2015 17:28 Hluti þeirra sem kemur fram á Lóu. „Ég sá að vísu eina lóu um daginn og henni virtist vera kalt. Það er hins vegar enginn séns á því að þessi Lóa verði köld,“ segir Benedikt Freyr Jónsson, Benni B-Ruff, en hann er einn af forsprökkum viðburðar sem heitir Lóa. Þann 16. maí næstkomandi koma fram nítján plötusnúðar í Gamla Bíó og draga fram það allra besta sem þeir hafa upp á að bjóða . Listamennirnir nítján munu skiptast niður í fjóra hópa, Tetriz, Blokk, Plútó og Yamaho. Til eru útvarpsþættir sem bera þessi heiti og eru þeir allir á X-Tra að Tetriz undanskildum sem er á X-inu. „Við ætlum að fagna sumrinu. Mér hafði dottið í hug að halda skemmtilegan DJ-viðburð til að fagna komu sumarsins og Lóu nafnið datt í raun inn um leið. Ef vel tekst til núna er stefnan að hafa þetta árlegt.“ Tetriz þetta kvöldið skipa þeir B-Ruff og Fingaprint en sá síðarnefndi mun dusta rykið af vínylplötum. Í Blokk eru Housekell, Introbeats, Símon fknhndsm, Viktor Birgiss, Jónbjörn, Ómar E, Moff & Tarkin og Jón Reginald. Í Plútó má finna Hlýnun Jarðar, Kocoon, Tandra, Skurð, Juliu Ruslanovna, Skeng, Magga B og Gunna Ewok. DJ Yamaho verður síðan ein og sér. Hóparnir munu stíga á svið í þessari röð. „Ég held að menn eigi eftir að draga fram einhverjar rosalegar keyrslur fyrir kvöldið,“ segir Benni. „Mögulega verður þarna að finna eitthvað örlítið sumarlegra í tilefni af hækkandi sól en fyrst og fremst verður þetta keyrsla alla leið.“ Miðasala er hafin á Miði.is. Herlegheitin fara fram 16. maí næstkomandi og hefjast kl. 22.30. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég sá að vísu eina lóu um daginn og henni virtist vera kalt. Það er hins vegar enginn séns á því að þessi Lóa verði köld,“ segir Benedikt Freyr Jónsson, Benni B-Ruff, en hann er einn af forsprökkum viðburðar sem heitir Lóa. Þann 16. maí næstkomandi koma fram nítján plötusnúðar í Gamla Bíó og draga fram það allra besta sem þeir hafa upp á að bjóða . Listamennirnir nítján munu skiptast niður í fjóra hópa, Tetriz, Blokk, Plútó og Yamaho. Til eru útvarpsþættir sem bera þessi heiti og eru þeir allir á X-Tra að Tetriz undanskildum sem er á X-inu. „Við ætlum að fagna sumrinu. Mér hafði dottið í hug að halda skemmtilegan DJ-viðburð til að fagna komu sumarsins og Lóu nafnið datt í raun inn um leið. Ef vel tekst til núna er stefnan að hafa þetta árlegt.“ Tetriz þetta kvöldið skipa þeir B-Ruff og Fingaprint en sá síðarnefndi mun dusta rykið af vínylplötum. Í Blokk eru Housekell, Introbeats, Símon fknhndsm, Viktor Birgiss, Jónbjörn, Ómar E, Moff & Tarkin og Jón Reginald. Í Plútó má finna Hlýnun Jarðar, Kocoon, Tandra, Skurð, Juliu Ruslanovna, Skeng, Magga B og Gunna Ewok. DJ Yamaho verður síðan ein og sér. Hóparnir munu stíga á svið í þessari röð. „Ég held að menn eigi eftir að draga fram einhverjar rosalegar keyrslur fyrir kvöldið,“ segir Benni. „Mögulega verður þarna að finna eitthvað örlítið sumarlegra í tilefni af hækkandi sól en fyrst og fremst verður þetta keyrsla alla leið.“ Miðasala er hafin á Miði.is. Herlegheitin fara fram 16. maí næstkomandi og hefjast kl. 22.30.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira