Bauð sjálfur í eigin disk: „Sennilega föngulegur safngripur“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. apríl 2015 20:00 Hlynur ásamt gripnum sem er til sölu. „Þetta er platan SP sem við gáfum út árið 2001 rétt áður en rappbylgjan skall á af fullum þunga,“ segir Hlynur Ingólfsson en á árum áður var hann einn meðlima akureyrsku hljómsveitarinnar Skyttnanna. Fyrir skemmstu var eintak af disknum til sölu í hópnum Gamalt íslenskt hiphop og Hlynur bauð í sinn eigin disk. „Mér finnst hálfkjánalegt að bjóða í eigin disk en mig langar að eiga þetta. Ég átti eintak en það hefur einhver rænt því eða það týnst í flutningum. Ég sé svolítið eftir því þar sem ég á ekki einu sinni stafrænar útgáfur af öllum lögunum þarna.“ Meðal laga á plötunni má nefna MC Sökker og Ég geri það sem ég vil en alls voru níu lög á henni. Plötuna er hvergi að finna á vefnum þó að einhver laga hennar megi finna á Youtube. Líkt og áður segir kom gripurinn út árið 2001 en þá voru meðlimir sveitarinnar flestir í kringum sextán ára gamlir. „Við tókum allt upp sjálfir og skrifuðum sjálfir á geisladiska sem við höfðum keypt. Prentuðum umslagið út sjálfir og tússuðum á diskana. Maður þurfti að redda sér,“ segir Hlynur. „Alls held ég að það hafi verið gerð sjötíu eintök sem seldust ágætlega. Mig minnir að þær hafi verið seldar í SMASH eða Brim fyrir sunnan og selst upp eftir að Ég geri það sem ég vil byrjaði að fá spilun í útvarpi.“ „Ég bauð 2.999 krónur í gripinn sem er það sama og ég borgaði fyrir nýju Gísla Pálma plötuna. Því var hafnað enda platan sennilega föngulegur safngripur.“ Skytturnar hafa ekki komið saman í fullri mynd síðan árið 2010 er þær spiluðu í afmæli landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar í Sjallanum. „Ef tilefnið er rétt er aldrei að vita annað en eitthvað gerist aftur. Ég hef rappið sem áhugamál fyrir mig og tek vers og vers með góðum vinum.“ Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta er platan SP sem við gáfum út árið 2001 rétt áður en rappbylgjan skall á af fullum þunga,“ segir Hlynur Ingólfsson en á árum áður var hann einn meðlima akureyrsku hljómsveitarinnar Skyttnanna. Fyrir skemmstu var eintak af disknum til sölu í hópnum Gamalt íslenskt hiphop og Hlynur bauð í sinn eigin disk. „Mér finnst hálfkjánalegt að bjóða í eigin disk en mig langar að eiga þetta. Ég átti eintak en það hefur einhver rænt því eða það týnst í flutningum. Ég sé svolítið eftir því þar sem ég á ekki einu sinni stafrænar útgáfur af öllum lögunum þarna.“ Meðal laga á plötunni má nefna MC Sökker og Ég geri það sem ég vil en alls voru níu lög á henni. Plötuna er hvergi að finna á vefnum þó að einhver laga hennar megi finna á Youtube. Líkt og áður segir kom gripurinn út árið 2001 en þá voru meðlimir sveitarinnar flestir í kringum sextán ára gamlir. „Við tókum allt upp sjálfir og skrifuðum sjálfir á geisladiska sem við höfðum keypt. Prentuðum umslagið út sjálfir og tússuðum á diskana. Maður þurfti að redda sér,“ segir Hlynur. „Alls held ég að það hafi verið gerð sjötíu eintök sem seldust ágætlega. Mig minnir að þær hafi verið seldar í SMASH eða Brim fyrir sunnan og selst upp eftir að Ég geri það sem ég vil byrjaði að fá spilun í útvarpi.“ „Ég bauð 2.999 krónur í gripinn sem er það sama og ég borgaði fyrir nýju Gísla Pálma plötuna. Því var hafnað enda platan sennilega föngulegur safngripur.“ Skytturnar hafa ekki komið saman í fullri mynd síðan árið 2010 er þær spiluðu í afmæli landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar í Sjallanum. „Ef tilefnið er rétt er aldrei að vita annað en eitthvað gerist aftur. Ég hef rappið sem áhugamál fyrir mig og tek vers og vers með góðum vinum.“
Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira