Þriggja sætaraða Range Rover Evoque Finnur Thorlacius skrifar 13. apríl 2015 10:33 Range Rover Evoque. Minnsti bíll Range Rover, Evoque, verður brátt hægt að fá í ekki svo smávaxinni útgáfu, en markaðssetning hans er plönuð seint á næsta ári. Þessi lengri útgáfa Evoque verður byggður á sama undirvagni og komandi Jaguar F-Page jeppi og fær nafnið Range Rover Evoque Plus. Þessi bíll verður þó ekki stærri en Range Rover Sport, en liggur á milli hans og núverandi gerðar Evoque. Range Rover Evoque Plus á sem fyrr að verða á viðráðanlegu verði og ekki vera eins sportlegur í hegðun og Range Rover Sport og talsvert ódýrari. Range Rover Evoque Plus mun fá hinar nýju Ingenium bensín- og dísilvélar Jaguar/Land Rover, en þær mun fyrst sjást í Jaguar XE og XF bílunum. Núverandi Range Rover Evoque kostar nú 42.095 dollara í Bandaríkjunum, en Range Rover Evoque Plus verður líklega á bilinu 60.000 til 90.000 dollarar, eftir vélargerð. Með tilkomu Range Rover Evoque Plus fjölgar þeim bílgerðum Land Rover fyrirtækisins sem höfða á meira til almennings en hinir dýru Range Rover og Range Rover Sport bílar og með því hyggst fyrirtækið fjölga mögulegum kaupendum. Á næsta ári mun Range Rover Evoque einnig fást sem blæjubíll, en næsta kynslóð Evoque er sett á árið 2019. Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent
Minnsti bíll Range Rover, Evoque, verður brátt hægt að fá í ekki svo smávaxinni útgáfu, en markaðssetning hans er plönuð seint á næsta ári. Þessi lengri útgáfa Evoque verður byggður á sama undirvagni og komandi Jaguar F-Page jeppi og fær nafnið Range Rover Evoque Plus. Þessi bíll verður þó ekki stærri en Range Rover Sport, en liggur á milli hans og núverandi gerðar Evoque. Range Rover Evoque Plus á sem fyrr að verða á viðráðanlegu verði og ekki vera eins sportlegur í hegðun og Range Rover Sport og talsvert ódýrari. Range Rover Evoque Plus mun fá hinar nýju Ingenium bensín- og dísilvélar Jaguar/Land Rover, en þær mun fyrst sjást í Jaguar XE og XF bílunum. Núverandi Range Rover Evoque kostar nú 42.095 dollara í Bandaríkjunum, en Range Rover Evoque Plus verður líklega á bilinu 60.000 til 90.000 dollarar, eftir vélargerð. Með tilkomu Range Rover Evoque Plus fjölgar þeim bílgerðum Land Rover fyrirtækisins sem höfða á meira til almennings en hinir dýru Range Rover og Range Rover Sport bílar og með því hyggst fyrirtækið fjölga mögulegum kaupendum. Á næsta ári mun Range Rover Evoque einnig fást sem blæjubíll, en næsta kynslóð Evoque er sett á árið 2019.
Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent