Ætla að gera allt til að bjarga Eurovision Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. apríl 2015 11:54 Hera segir ekki búið að finna plan B til að tryggja þátttöku Maríu Ólafs og félaga í Vín. Vísir/Stefán/Andri Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eurovision hjá RÚV, segist ekki óttast að Ísland verði dæmt úr leik í keppninni í ár vegna verkfalls lögfræðinga hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Bandalag háskólamanna sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þeim möguleika var velt upp en það hefur verið starfsmaður sýslumanns sem staðfestir niðurstöðu íslensku dómnefndarinnar.Sjá einnig: Þarf Ísland að draga sig úr Eurovision? Ekki er búið að finna neitt plan B til að tryggja þátttöku Íslands en unnið er að því. „Ég veit að það getur komið til þess, ef menn eru ennþá í verkfalli þegar þetta er, þá verðum við að leita annara leiða. Ég veit það eru aðrir möguleikar en hverjir þeir eru, ég veit það ekki,“ segir Hera aðspurð um málið. „Við erum ekki komin með plan B ennþá. Við vonumst náttúrulega að þetta verkfall leysist.“ „Við þurfum náttúrulega að leita leiða og við þurfum að kanna hverjir aðrir mega vera vottar til að staðfesta að allt fari rétt fram. Við eigum bara eftir að kanna hvort það eru einhverjir aðrir sem geta sinnt þessu starfi,“ segir hún. Er íslenska teymið búið að vera í sambandi við skipuleggjendur keppninannar í Vínarborg? „Ekki enn. Við förum að gera það bráðlega.“ Tilkynna þarf um hver verður vottur dómnefndar fyrir lok mánaðarins. „Þetta er að renna út á tíma en að sjálfsögðu verður alltaf reynt að taka tillit til svona mála og það verður alveg örugglega fundin einhver lausn.“Sjá einnig: Hlustaðu á Maríu Ólafs syngja Euphoria Hera segist ekki óttast að Ísland verði ekki með í ár. „Nei ég er nú ekki komin svo langt að hafa áhyggjur af því en svo veit maður náttúrulega aldrei. Að sjálfsögðu munum við leita allra leiða til að það komi ekki til,“ segir Hera. Að öðru leyti segir hún undirbúninginn ganga vel. „Þetta verður prógram frá morgni til kvölds alla daga,“ segir hún. „Það er margt fólk sem þarf að ferja þarna út og koma fyrir en við erum bara ægilega spennt.“ Eurovision Tengdar fréttir Þarf Ísland að draga sig úr Eurovision? Verkfall hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur víðtæk áhrif. 14. apríl 2015 11:05 Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eurovision hjá RÚV, segist ekki óttast að Ísland verði dæmt úr leik í keppninni í ár vegna verkfalls lögfræðinga hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Bandalag háskólamanna sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þeim möguleika var velt upp en það hefur verið starfsmaður sýslumanns sem staðfestir niðurstöðu íslensku dómnefndarinnar.Sjá einnig: Þarf Ísland að draga sig úr Eurovision? Ekki er búið að finna neitt plan B til að tryggja þátttöku Íslands en unnið er að því. „Ég veit að það getur komið til þess, ef menn eru ennþá í verkfalli þegar þetta er, þá verðum við að leita annara leiða. Ég veit það eru aðrir möguleikar en hverjir þeir eru, ég veit það ekki,“ segir Hera aðspurð um málið. „Við erum ekki komin með plan B ennþá. Við vonumst náttúrulega að þetta verkfall leysist.“ „Við þurfum náttúrulega að leita leiða og við þurfum að kanna hverjir aðrir mega vera vottar til að staðfesta að allt fari rétt fram. Við eigum bara eftir að kanna hvort það eru einhverjir aðrir sem geta sinnt þessu starfi,“ segir hún. Er íslenska teymið búið að vera í sambandi við skipuleggjendur keppninannar í Vínarborg? „Ekki enn. Við förum að gera það bráðlega.“ Tilkynna þarf um hver verður vottur dómnefndar fyrir lok mánaðarins. „Þetta er að renna út á tíma en að sjálfsögðu verður alltaf reynt að taka tillit til svona mála og það verður alveg örugglega fundin einhver lausn.“Sjá einnig: Hlustaðu á Maríu Ólafs syngja Euphoria Hera segist ekki óttast að Ísland verði ekki með í ár. „Nei ég er nú ekki komin svo langt að hafa áhyggjur af því en svo veit maður náttúrulega aldrei. Að sjálfsögðu munum við leita allra leiða til að það komi ekki til,“ segir Hera. Að öðru leyti segir hún undirbúninginn ganga vel. „Þetta verður prógram frá morgni til kvölds alla daga,“ segir hún. „Það er margt fólk sem þarf að ferja þarna út og koma fyrir en við erum bara ægilega spennt.“
Eurovision Tengdar fréttir Þarf Ísland að draga sig úr Eurovision? Verkfall hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur víðtæk áhrif. 14. apríl 2015 11:05 Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Þarf Ísland að draga sig úr Eurovision? Verkfall hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur víðtæk áhrif. 14. apríl 2015 11:05