Engin hraðatakmörk á 204 km vegi í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2015 15:44 Frá og með 1. febrúar í fyrra leyfðu áströlsk yfirvöld ótakmarkaðan hraða á 204 kílómetra vegakafla norður af Alice Springs. Skilaboð yfirvalda, sem sjást á skiltum við veginn, er að ökumenn aki á þeim hraða sem sé þeim sjálfum öruggur, sem og öðrum vegfarendum. Porsche þótti þessi gjörningur svo ágætur að þeir sendu Porsche 918 Spyder Weissach bíl til að prófa þennan veg og hvernig það væri að aka honum á 350 km hraða og má sjá akstur hans í meðfylgjandi myndskeiði. Það sést í myndskeiðinu að þegar bíllinn nær 350 km hraða sýnir snúningsmælirinn næstum 9.000 snúninga á mínútu. Það var eins gott að einhverjar af fjölmörgum kengúrum eða villihundum Ástralíu voru ekki að vappa yfir veginn akkúrat á meðan akstri hans stóð. Kominn á 350 km hraða. Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Frá og með 1. febrúar í fyrra leyfðu áströlsk yfirvöld ótakmarkaðan hraða á 204 kílómetra vegakafla norður af Alice Springs. Skilaboð yfirvalda, sem sjást á skiltum við veginn, er að ökumenn aki á þeim hraða sem sé þeim sjálfum öruggur, sem og öðrum vegfarendum. Porsche þótti þessi gjörningur svo ágætur að þeir sendu Porsche 918 Spyder Weissach bíl til að prófa þennan veg og hvernig það væri að aka honum á 350 km hraða og má sjá akstur hans í meðfylgjandi myndskeiði. Það sést í myndskeiðinu að þegar bíllinn nær 350 km hraða sýnir snúningsmælirinn næstum 9.000 snúninga á mínútu. Það var eins gott að einhverjar af fjölmörgum kengúrum eða villihundum Ástralíu voru ekki að vappa yfir veginn akkúrat á meðan akstri hans stóð. Kominn á 350 km hraða.
Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent