Sala Volkswagen minnkaði í mars Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2015 09:20 Afar misjafnt gengi var á hinum ýmsu mörkuðum í sölu Volkswagen bíla. Þrátt fyrir væna aukningu í bílasölu víðast hvar í Evrópu í síðasta mánuði var sala Volkswagen minni en í sama mánuði í fyrra. Volkswagen seldi 558.600 bíla í mars og minnkaði salan um 1% frá 2014. Það sem helst veldur þessari minnkun er snarminnkandi sala í Rússlandi, en einnig í Brasilíu og fleiri löndum S-Ameríku. Í þessum heimshlutum er efnahagsástand bágt og það lýsir sér vel í bílasölu. Í raun gekk Volkswagen vel að selja bíla í stærstum hluta Evrópu í mars, en 5,5% vöxtur var í vesturhluta álfunnar og salan jókst um heil 8,3% í Þýskalandi. Hinsvegar vegur það mikið á móti að salan hrundi um 47% í Rússlandi, 18% í Brasilíu og 9% í Bandaríkjunum. Vega þessir stóru markaðir mikið í heildarsölunni. Á fyrsta ársfjórðungi minnkaði heildarsala Volkswagen um 1,3% og seldi Volkswagen 1,48 milljónir bíla á þessum þremur mánuðum. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent
Þrátt fyrir væna aukningu í bílasölu víðast hvar í Evrópu í síðasta mánuði var sala Volkswagen minni en í sama mánuði í fyrra. Volkswagen seldi 558.600 bíla í mars og minnkaði salan um 1% frá 2014. Það sem helst veldur þessari minnkun er snarminnkandi sala í Rússlandi, en einnig í Brasilíu og fleiri löndum S-Ameríku. Í þessum heimshlutum er efnahagsástand bágt og það lýsir sér vel í bílasölu. Í raun gekk Volkswagen vel að selja bíla í stærstum hluta Evrópu í mars, en 5,5% vöxtur var í vesturhluta álfunnar og salan jókst um heil 8,3% í Þýskalandi. Hinsvegar vegur það mikið á móti að salan hrundi um 47% í Rússlandi, 18% í Brasilíu og 9% í Bandaríkjunum. Vega þessir stóru markaðir mikið í heildarsölunni. Á fyrsta ársfjórðungi minnkaði heildarsala Volkswagen um 1,3% og seldi Volkswagen 1,48 milljónir bíla á þessum þremur mánuðum.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent